Klopp vildi fá Antony í stað Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 17:02 Mohamed Salah hefur verið frábær hjá Liverpool en sömu sögu er ekki hægt að segja um Antony. Getty/Stu Forster/James Gill Leikmaður, sem hefur verið hreinasta hörmung síðan að Manchester United eyddi meira en áttatíu milljónum punda í hann, átti sér aðdáanda í herbúðum erkifjendanna í Liverpool. Það geta flestir verið sammála um það að ein verstu kaupin í fótboltaheiminum síðustu ár hafi verið kaup United á Brasilíumanninum Antony frá Ajax árið 2022. Paul Joyce er einn virtasti blaðamaður í Englandi og hann er með sterk tengsl á Liverpool svæðinu. Þess vegna vekur sérstaka athygli ný fullyrðing hans um áhuga Jürgen Klopp á leikmanni United. „Það kom upp staða í viðræðum Salah við Liverpool fyrir tveimur árum þegar það þótti afar ólíklegt að samningar myndu nást,“ sagði Paul Joyce. Mo Salah er að renna út á samningi í sumar. Margt bendir til þess að hann fái nýjan samning hjá félaginu en þáverandi knattspyrnustjóri var farinn að horfa í kringum sig þegar allt var að sigla í strand í viðræðunum sumarið 2022. „Einn af möguleikunum sem Jürgen Klopp var að velta fyrir sér var að fá Antony í stað Salah,“ sagði Joyce. Antony var þá búinn að eiga að mjög gott tímabil með hollenska liðinu Ajax. Á endanum var það United sem keypti hann og gerði hann að þriðja dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Það er hins vegar ljóst að Antony hefur ekki fundið sig með United í ensku úrvalsdeildinni. Uppskeran er 5 mörk í 56 leikjum á tveimur og hálfu ári. Í vetur hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann mun væntanlega vera seldur í janúar og þá fyrir aðeins brot að kaupverði sínum. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira
Það geta flestir verið sammála um það að ein verstu kaupin í fótboltaheiminum síðustu ár hafi verið kaup United á Brasilíumanninum Antony frá Ajax árið 2022. Paul Joyce er einn virtasti blaðamaður í Englandi og hann er með sterk tengsl á Liverpool svæðinu. Þess vegna vekur sérstaka athygli ný fullyrðing hans um áhuga Jürgen Klopp á leikmanni United. „Það kom upp staða í viðræðum Salah við Liverpool fyrir tveimur árum þegar það þótti afar ólíklegt að samningar myndu nást,“ sagði Paul Joyce. Mo Salah er að renna út á samningi í sumar. Margt bendir til þess að hann fái nýjan samning hjá félaginu en þáverandi knattspyrnustjóri var farinn að horfa í kringum sig þegar allt var að sigla í strand í viðræðunum sumarið 2022. „Einn af möguleikunum sem Jürgen Klopp var að velta fyrir sér var að fá Antony í stað Salah,“ sagði Joyce. Antony var þá búinn að eiga að mjög gott tímabil með hollenska liðinu Ajax. Á endanum var það United sem keypti hann og gerði hann að þriðja dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Það er hins vegar ljóst að Antony hefur ekki fundið sig með United í ensku úrvalsdeildinni. Uppskeran er 5 mörk í 56 leikjum á tveimur og hálfu ári. Í vetur hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann mun væntanlega vera seldur í janúar og þá fyrir aðeins brot að kaupverði sínum. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Sjá meira