„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2024 07:30 Jón Axel Guðmundsson er ánægður með lífið í Burgos á Spáni. Vísir/Sigurjón Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira