„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2024 07:30 Jón Axel Guðmundsson er ánægður með lífið í Burgos á Spáni. Vísir/Sigurjón Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Fyrri leikurinn er í Laugardalshöllinni í kvöld en Ítalir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum á sama tíma og íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap. Strákarnir unnu Ungverja á heimavelli og náðu líka að vinna Ítala þegar þeir komust síðast til Íslands. Jón Axel spilar sem atvinnumaður á Spáni og það eru því viðbrigði fyrir kappann að koma heim í kuldann á Íslandi. „Það eru viðbrigði en maður er vanur þessu frá yngri árum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson léttur í samtali við Val Pál Eiríksson. Klippa: „Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það“ Jón Axel er á sínu fyrsta tímabilið með spænska félaginu San Pablo Burgos eftir að hafa fært sig til á Spáni. „Mér líður bara virkilega vel þar og það er búið að ganga mjög vel hjá okkur. Við erum búnir að setja saman virkilega gott lið og ætlum okkur upp í ár,“ sagði Jón Axel. Hann er kominn í sterkara lið en hann var í fyrra. Meiri metnaður hjá þessum klúbbi „Það er töluverður getumunur og líka töluverður munur á viljanum að komast upp í efstu deild aftur. Þeir eru búnir að vera þar heillengi og vilja klárlega komast þangað upp aftur sem fyrst,“ sagði Jón Axel. „Það er virkilega mikill metnaður. Þeir eru búnir að vera í Meistaradeildinni og öllum þessum stærstu deildum í Evrópu og vilja því ekkert minna fyrir stuðningsmenn sína. Það er bara virkilega spennandi,“ sagði Jón Axel. „Við töpuðum fyrsta leiknum núna um helgina en ég held að við séum 7-1. Markmiðið er bara sett að fara beint upp,“ sagði Jón Axel. „Ég fann það í fyrra hjá Alicante að það var ekki metnaður til að fara upp. Ég vildi vera á hærra getustigi heldur en það. Um leið og þeir hringdu og voru með klára stefnu fyrir tímabilið þá stökk ég strax á það,“ sagði Jón Axel. Allir liðsfélagarnir mikið saman Hvernig er lífið utan vallar í Burgos sem er norðarlega á Spáni? „Það er virkilega gott. Við erum allir liðsfélagarnir saman og náum virkilega vel saman. Það eru margir með konur en eru kannski einir í útlöndum. Við erum því mikið út að borða saman, í keilu eða finnum eitthvað til að drepa tímann á milli æfinga,“ sagði Jón Axel. Hvernig leggst það í Jón Axel að mæta Ítölum tvisvar á stuttum tíma? „Ég er bara bjartsýnn fyrir þessa leiki, sérstaklega eftir að maður sér hópinn hjá þeim. Þetta eru sömu strákar og komu hérna seinast og þá tókum við sigur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn á föstudaginn [í kvöld]. Ég hugsa um hann núna og svo sjáum við til hvað gerist á mánudaginn,“ sagði Jón Axel. Þurfum að koma með íslensku geðveikina Íslenska liðið varð að sætta sig við grátlegt tap í síðasta leik á móti Tyrkjum en það er langt síðan sá leikur fór fram. „Við sáum það alveg á móti Tyrklandi að við getum spilað á móti hvaða liði sem er, á heima eða útivelli. Við þurfum að koma með íslensku geðveikina og vona það besta,“ sagði Jón Axel en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn