„Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2024 22:24 Craig Pedersen fór ekki í felur með það að hann sakni Martins Hermannssonar. vísir / anton brink „Ég var ánægður með að hafa barist til baka í seinni hálfleik, sá kafli var mjög góður en við höfðum grafið okkur of djúpa holu á þeim tímapunkti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen eftir 71-95 tap Íslands gegn Ítalíu í Laugardalshöll. „Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
„Við gerðum margt jákvætt í leiknum og sköpuðum fín skotfæri, sum þeirra duttu ekki og stundum tókum við ekki skot sem við eigum að taka, en svona er þetta. Við gerðum margt vel en Ítalía var bara mun betri í dag,“ hélt hann svo áfram. Ísland byrjaði með bæði Hauk Helga Pálsson og Tryggva Hlinason inni á vellinum, fyrstu fimm mínúturnar. Þá náðist 12-8 forysta áður en Haukur var tekinn út af. Hann kom vissulega inn á fyrir Tryggva í fyrri hálfleik, en þeir tveir spiluðu ekki aftur saman fyrr en í seinni hálfleik. Þá náði Ísland frábæru áhlaupi og hleypti spennu í leikinn. Hvers vegna voru þeir tveir ekki oftar saman á gólfinu? „Hann þreytist og þarf hvíld. Við tókum hann út og hann kom svo inn fyrir Tryggva. Við þurfum að gefa leikmönnum hvíld, þeir geta ekki spilað allan leikinn. En Haukur var mjög mikilvægur varnarlega í dag og átti stóran þátt í áhlaupinu sem við náðum í upphafi seinni hálfleiks.“ Lokuðu betur á Tryggva en síðast Fyrir tveimur árum vann Ísland gegn Ítalíu í tvíframlengdum leik í Ólafssal. Grant Basile var ekki með þá en spilaði stórt hlutverk fyrir Ítalíu í kvöld. Stór maður sem teygði vel á gólfinu og gerði Tryggva Hlynasyni lífið leitt. „Hann er frábær leikmaður og skorar mikið með sínu félagsliði, við vissum að hann ætti þetta inni. Þessi leikur fyrir tveimur árum var allt öðruvísi, þá fékk Tryggvi töluvert pláss en það var tekið af honum í dag. Þeir lokuðu vel á hann í dag,“ Martin ekki með Auk þess var Martin Hermannsson ekki með íslenska liðinu, hann er frá vegna meiðsla. Hans var sárt saknað í kvöld. „Mjög mikið. Martin er leikmaður, líkt og Elvar, sem getur skapað sitt eigið skot, skapað fyrir aðra, og skorað boltanum að vild. Þegar við missum Martin hefur Elvar miklu meira að gera. Martin er frábær leiðtogi og spilar á hæsta getustigi í Evrópu. Hann kann að lesa leikinn og auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns, eina leikmannsins sem spilar á þessu getustigi, auðvitað söknum við hans mikið. Við erum ekki með hátt í tíu EuroLeague leikmenn eins og Ítalía. Við söknum hans mikið og vonandi verður hann klár í febrúar.“ Martin Hermannsson er leikmaður Alba Berlin og lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir / anton brink Sterkara ítalskt lið sem spilar á mánudag Ítalía býr yfir ógnarsterkum hópi eins og Craig segir en skildi alla leikmenn liðsins sem spila með liðum í EuroLeague eftir heima. Þeir verða með í næsta leik á mánudaginn og það má því gera ráð fyrir töluvert erfiðara verkefni. „Já, það held ég. Ég vona að við getum skapað sömu skotfæri og við gerðum í dag, en verðum þá auðvitað að hitta ef við ætlum að halda í við þetta sterka lið. Við gerðum það ekki í dag en kannski náum við nokkum skotum í upphafi leiks á mánudaginn sem gefa okkur sjálfstraust og gera okkur kleift að berjast um sigurinn,“ sagði Craig um næsta leik Íslands og Ítalíu.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn