Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar 15. desember 2024 10:32 Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils. Fjölmiðlar hafa verið á fullu að koma fréttum og allrahanda vangaveltum um stjórnmálin á framfæri við almenning, en gott er að vita að skattfé það sem sett er í rekstur þeirra sé að einhverju leyti nýtt í áhugaverðar vangaveltur um framtíðarskipan í ríkisstjórn m.m. Kosningakerfið Eitt er það sem sumum fjölmiðlamönnum virðist hugleikið að undanförnu, en það er kosningakerfi það sem unnið er eftir hér á landi og túlkun þeirra sjálfra á niðurstöðunum studdar persónulegum skoðunum útvalinna “sérfæðinga”. Sérstaklega er vægi atkvæða í kosningum þeim hugleikið og flest gert til að koma að þeirri skoðun að það sé ósanngjarnt á allan máta. Þekktur stjórnmálafræðiprófessor sem líka er oft kallaður til sem “álitsgjafi” í ýmsum málum hefur í þessari baráttu verið dreginn fram til að lýsa sínum skoðunum á því sem þeir nefna misvægi atkvæða eftir búsetu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að prófessorinn hafi skoðanir og tjái þær, en að það sé gert undir yfirskyni einhverskonar sérfræðiþekkingar er í besta falli kjánalegt. Þá blasir við að matreiðsla fjölmiðlamanna í þessu máli er hreint ekki til fyrirmyndar. Til að umræðan fái sitt jafnvægi þarf að kalla fram öll viðhorf því annars verður á henni lýðræðishalli, þú býrð nefnilega ekki til rjómasósu án rjóma. Jöfnun atkvæða Allt tal um að “fólk úti á landi” fái ósanngjarna forgjöf með atkvæði sínu í kosningum er einskis virði án þess að ræða málin í víðara samhengi. Til dæmis er hægt að reikna með að fólki sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu þyki ójafnt gefið er kemur að veitingu grunnþjónustu samfélagsins til borgaranna sem skattpeningar allra landsmanna fara í. Mörg undanfarin ár hefur margskonar þjónusta á vegum ríkisins verið flutt til höfuðborgarsvæðisins og með henni störf í svo miklum mæli að verulega hallar á landsbyggðina og það þó hlutfallslega sé reiknað. Heilbrigðisþjónusta er mun dýrari fyrir íbúa landsbyggðarinnar, samgöngukerfi landsbyggðarinnar er í miklu verra standi en á höfuðborgarsvæðinu, fjarskiptamál eru langt í frá sambærileg úti á landi miðað við í Reykjavík og svo mætti lengi telja. Eins og flestir gera sér grein fyrir verður seint um fulla jöfnun að ræða í þjónustu ríkisins við landsmenn, en þegar og ef íbúar utan suðvesturhornsins sæju að ríkisvaldið væri að gera raunverulegar og trúverðugar tilraunir til að jafna þjónustustig og kostnað burtséð frá búsetu yrðu þeir eflaust hlynntir meiri “jöfnun atkvæða”. Fækkun þingmanna í risatóru kjördæmi Ef fólk veltir fyrir sér hvað “jöfnun atkvæða” hefur í för með sér án þess að neinar mótvægisaðgerðir fylgi gæti ýmislegt komið í ljós. Í nýafstöðnum kosningum til Alþingis var fækkað um einn þingmann í Norðvesturkjördæmi og eru þeir nú aðeins sjö í stað átta áður. Kjördæmið nær frá Akranesi yfir í Skagafjörð ásamt öllu landi þar á milli og eru vestfirðir auðvitað þar meðtaldir. Það er krefjandi fyrir kjörna fulltrúa að sinna þörfum íbúa á svo stóru landssvæði og í raun mikið áhlaupsverk að fara um kjördæmið, hitta fólk, halda fundi og hlusta á skoðanir fólksins á því hvar skóinn kreppi. Ef enn ætti að fækka þingmönnum á þessu stóra svæði yrði vart hægt að tala um að sá hluti íslendinga sem þar býr hafi talsmenn á löggjafasamkomu landsins. Það virðist líka stundum gleymast að hagsmunagæslan snýr ekki eingöngu að einstaklingunum eða hversu margir eru á hverju svæði, heldur ekki síður að innviðum landsins alls, innviðum sem allir landsmenn og allir ferðamenn sem heimsækja landið hafa aðgang að. Þessir innviðir hafa einmitt orðið bitbein stjórnmálanna þar sem verulega hefur hallað á landsbyggðakjördæmin mörg undanfarin ár. Þar má leiða líkum að því að mikill fjöldi þingmanna af höfuðborgarsvæðinu sem gefur þeim ráðandi stöðu hafi valdið því mikla innviðasvelti á landsbyggðinni sem blasir við öllum sem sjá vilja. Í því ljósi yrði “jöfnun atkvæða” að fylgja yfirfærsla á ábyrgð þingmanna á einhvern hátt, yfirfærsla ábyrgðar á grunnkerfum og innviðum landsins alls sama hvar þeir búa eða bjóða sig fram. Það hljóta flestir að sjá að ekki gengur að gera allt þar sem flestir búa og ekkert þar sem restin býr. Slíkt meirihlutaræði getur tæpast flokkast sem raunverulegt lýðræði. Hlutlaus fjölmiðlaumfjöllun Að lokum er það einlæg ósk mín að fjölmiðlamenn reyni í meira mæli að sjá og segja frá öllum hliðum mála þegar viðfangsefni og viðmælendur eru valdir til að fjalla um landsins gagn og nauðsynjar. Þannig mun umræðan verða hallalaus og sanngjarnari landsmönnum öllum til heilla. Áfram Ísland allt. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun