„Við erum betri með Rashford“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 10:00 Ruben Amorim segist vilja ná fram því besta í Marcus Rashford að nýju. Getty/Justin Setterfield Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir lið sitt betra með Marcus Rashford innanborðs. Hann sé enn leikmaður félagsins og klár í næsta leik. „Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
„Ég tel sjálfur að ég sé tilbúinn í nýja áskorun og næstu skref,“ sagði Rashford í viðtali í gær. Viðtalið birtist í kjölfar þess að Rashford og Alejandro Garnacho voru ekki valdir í leikmannahóp liðsins fyrir stórleikinn við Manchester City á sunnudag. Það var á Rashford að heyra að hann væri á förum frá United og mögulegt er að þessi næstlaunahæsti leikmaður félagsins verði seldur strax í janúar. „Ef ég veit að staðan er þegar slæm þá ætla ég ekki að gera hana verri. Ég hef séð hvernig það hefur verið þegar aðrir leikmenn hafa farið í gegnum tíðina, og ég vil ekki vera þannig. Þegar ég fer þá mun ég gefa út yfirlýsingu og hún verður frá mér,“ sagði Rashford í gær og einnig:. „Þegar ég fer þá verða engar sárar tilfinningar. Þið munuð ekki fá nein neikvæð ummæli frá mér varðandi Manchester United. Þannig er ég sem manneskja.“ Ummælin voru borin undir Amorim á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við Tottenham í deildabikarnum annað kvöld. Portúgalinn kvaðst ekki hafa rætt við Rashford eftir viðtalið: „Ekki enn. Það var í gær, á frídegi. Hann er okkar leikmaður og hann er tilbúinn í næsta leik,“ sagði Amorim en kvaðst ætla að ákveða eftir æfingu í dag hvort að Rashford yrði með gegn Tottenham. Hann kvaðst hins vegar ekki vera að ýta Rashford í burtu. „Ég tala ekki um framtíðina heldur um núið. Við erum betri með Marcus Rashford. Svona félag þarf mikil hæfileikabúnt og hann er mjög hæfileikaríkur,“ sagði Amorim. Spurður nánar út í þau ummæli Rashford að hann teldi sig þurfa nýja áskorun svaraði stjórinn: „Það er rétt hjá honum. Við erum með nýja áskorun hérna, þá stærstu í fótboltanum. Við erum í erfiðri stöðu. Ég vona að allir leikmenn mínir séu tilbúnir.“ Rashford, sem er 27 ára, er uppalinn United-maður og hefur skorað 138 mörk í 426 leikjum síðan hann kom fyrst inn í United-liðið árið 2016.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira