Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2024 20:07 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mætir til Bessastaða í dag. Hún mun á morgun taka við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Lyklaskipti fara fram í ráðuneytum síðdegis á morgun þegar ráðherrar í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins taka við lyklavöldum, einn af öðrum, úr hendi fráfarandi ráðherra starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fækkun ráðuneyta úr tólf í ellefu hefur í för með sér, mun ekki að fullu taka gildi fyrr en eftir rúma tvo mánuði eða 1. mars næstkomandi. Nýir ráðherrar taka hins vegar þegar við verkefnum sem heyra undir þá málaflokka sem eiga að heyra undir ráðuneyti þeirra eftir breytingar. Líkt og fram kom á blaðamannafundi leiðtoga nýrrar ríkisstjórnar fyrr í dag stendur til að fækka ráðuneytum úr tólf í ellefu með niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis sem Lilja Alfreðsdóttir fór áður með. Fjallað er um stjórnarskiptin í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands í dag þar sem nánari grein er gerð fyrir þeim breytingum sem gerðar verða á skipulagi stjórnarráðsins og flutning verkefna á milli ráðuneyta. „Ráðgert er að breytingar á skipulagi og verkefnum ráðuneyta taki gildi 1. mars nk. en tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands verður lögð fyrir Alþingi í janúar. Forsetaúrskurður um skiptingu starfa ráðherra endurspeglar verkaskiptingu ráðuneyta eins og hún verður eftir breytingarnar sem taka gildi 1. mars nk. Þannig taka ráðherrar nú þegar við öllum þeim málaflokkum sem munu heyra undir ráðuneyti þeirra eftir að breytingarnar taka gildi,” segir í tilkynningunni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hyggst skoða með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála.Vísir/Vilhelm „Á meðan Alþingi fjallar um þingsályktunartillögu um fækkun ráðuneyta og breytt heiti sumra þeirra munu ráðuneytin starfa óbreytt. Samt sem áður fá hinir nýju ráðherrar þegar í stað ábyrgð á stjórnarmálefnum í samræmi við þá skipan sem fyrirhuguð er. Þannig mun atvinnuvegaráðherra fara með matvælaráðuneytið og viðskipti, iðnað og neytendamál í menningar- og viðskiptaráðuneytinu svo dæmi sé tekið. Þegar þingsályktunin hefur verið afgreidd verða gefnir út forsetaúrskurðir um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti annars vegar og um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hins vegar. Í síðarnefnda úrskurðinum verða málefni færð til í samræmi við fækkun ráðuneyta og nýjar áherslur í starfsemi sumra þeirra.“ Breytingar í öllum ráðuneytum nema tveimur Kristrún Frostadóttir tekur fyrst við lyklum að forsætisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni klukkan eitt á morgun og síðan mæta ráðherrarnir hver af öðrum í sitt ráðuneyti til að taka við lyklum eitthvað fram eftir degi. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, en nokkrar breytingar verða gerðar á því ráðuneyti sem hún tekur við.Vísir/Vilhelm Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um þær breytingar sem gerðar verða á skipan ráðuneyta að því er greint er frá í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Líkt og sjá má er aðeins gert ráð fyrir að verkefni tveggja ráðuneyta verði óbreytt en breytingarnar eru þó mis miklar eftir ráðuneytum. Forsætisráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Atvinnuvegaráðuneyti Breytt heiti á matvælaráðuneyti. Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Iðnaður færist til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast frá ráðuneytinu til umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytis. Dómsmálaráðuneyti Jafnréttismál og mannréttindamál færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Félags- og húsnæðismálaráðuneyti Breytt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Öldrunarþjónusta færist til ráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti og húsnæðismál og skipulagsmál færast til ráðuneytisins frá innviðaráðuneyti. Jafnréttismál og mannréttindamál færast frá ráðuneytinu til dómsmálaráðuneytis og framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast frá ráðuneytinu til mennta- og barnamálaráðuneytis. Fjármála- og efnahagsráðuneyti Verkefni ráðuneytisins verða óbreytt. Heilbrigðisráðuneyti Öldrunarþjónusta færist frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti Breytt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Menning og fjölmiðlar færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneyti en fjarskipti færast frá ráðuneytinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Mennta- og barnamálaráðuneyti Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs færast til ráðuneytisins frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Breytt heiti á innviðaráðuneyti. Fjarskipti færast til ráðuneytisins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti en húsnæðismál og skipulagsmál færast frá ráðuneytinu til félags- og húsnæðismálaráðuneytis. Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti Skógrækt og landgræðsla auk dýravelferðar færast til ráðuneytisins frá matvælaráðuneyti. Utanríkisráðuneyti Skoðað verður með hvaða hætti hægt sé að efla ráðuneytið á sviði varnarmála og netöryggismála og þar m.a. litið til mögulegs flutnings verkefna á því sviði til ráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira