Littler byrjaði af miklum krafti og nýtti sér hver einustu mistök sem Van Gerwen gerði. Þessi 17 ára gamli Englendingur vann fyrstu fjögur sett kvöldsins og vann að lokum verðskuldaðan heimsmeistaratitil.
„Ég trúi þessu ekki. Við spiluðum báðir svo vel í kvöld,“ sagði Littler í viðtali uppi á sviði eftir sigurinn í kvöld.
17 Years, 11 Months and 13 Days old...
— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025
Luke Littler is a darting phenom and creates an incredible piece of history! pic.twitter.com/2NA8M0qJFo
„Ég sagði það í viðtölum að ég þyrfti að byrja vel í kvöld og það er það sem ég gerði. En hann var að elta mig allan lekinn. Það voru þessi skot þar sem hann var að hitta tvo þrefalda reiti og þá þurfti ég alltaf að svara með tveimur eða þremur sjálfur.“
Þá segir hann það vera draumi líkast að lyfta bikarnum eftirsótta.
„Það dreymir alla um að lyfta þessum bikar og þú þarft að fara ansi erfiða leið að honum. Ég trúi þessu ekki.“
„Ég var orðinn stressaður um leið og ég komst í 2-0 í kvöld, en ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að slaka á. Svo var ég allt í einu að kasta fyrir leiknum og ég kláraði það. Þetta var alveg einstakt.“