Enski boltinn

Son fram­lengir við Spurs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son Heung-min er fimmti markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.
Son Heung-min er fimmti markahæsti leikmaður í sögu Tottenham. getty/Charlotte Wilson

Tottenham hefur virkjað framlengingarákvæði í samningi fyrirliða liðsins, Sons Heung-min. Hann er nú samningsbundinn Tottenham til sumarsins 2026.

Son kom til Spurs frá Bayer Leverkusen fyrir tíu árum. Hann hefur skorað 169 mörk í 431 leik fyrir félagið. 

Son var gerður að fyrirliða Tottenham fyrir síðasta tímabil en hann tók við þeirri stöðu af Hugo Lloris.

Á þessu tímabili hefur Son skorað fimm mörk og lagt upp sex í sautján leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Spurs er í 12. sæti hennar.

Tottenham mætir Liverpool á heimavelli annað kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×