Newcastle með manninn sem Arsenal vantar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak fagnar marki sínu í kvöld en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Newcastle United að undanförnu.
Alexander Isak fagnar marki sínu í kvöld en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Newcastle United að undanförnu. Getty/Alex Pantling

Newcastle gerði góða ferð suður til London í kvöld og vann 2-0 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins

Alexander Isak hefur verið sjóðheitur með Newcastle liðinu að undanförnu og hann kólnaði ekki í kvöld. Hann hefur nú skorað tíu mörk í síðustu níu leikjum sínum.

Isak kom Newcastle í 1-0 á 38. mínútu og Anthony Gordon kom Newcastle síðan í 2-0 í upphafi seinni hálfleiksins eftir að skot Isak var varið.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, leyfði sér síðan að taka Isak af velli á 65. mínútu. Lokakaflinn snérist síðan um að að loka á Arsenal liðið og landa sigrinum.

Arsenal liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og átti meðal annars stangarskot fyrir markið hjá Isak. Þeir lentu hins vegar undir eftir fast leikatriði.

Newcastle byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega með marki Gordon á 51. mínútu.

Arsenal fékk fleiri færi til að laga stöðuna eða jafna en eins og stundum áður þá vantaði liðinu mann til að koma boltanum í markið.

Þessi leikur minnkar ekkert pressuna á að liðið kaupi sér framherja en umræddur Isak hefur einmitt lengi verið orðaður við liðið.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Newcastle en það er langt í hann því hann verður ekki spilaður fyrr en 5. febrúar.

Það lið sem hefur betur samanlagt út úr þessum tveimur leikjum mætir annað hvort Liverpool eða Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira