Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. janúar 2025 11:53 Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson eru tveir af stofnendum Humble, sem áður bar heitið Leifur Arnar. Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan. Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Hlynur Rafn Guðmundsson og Steinn Arnar Kjartansson, tveir af stofnendum forritsins Humble, ræddu um forritið í Bítinu á Bylgjunni. „Við erum að hjálpa smásölum og heildsölum að koma þessum vörum út, sem eru kannski á síðasta snúning. Frábærar í dag en ekki jafn góðar á morgun. Bakarí og sushistaðir hafa verið mjög duglegir að setja inn vörur. Þetta eru svona tækifæriskaup,“ segir Hlynur Rafn. Sótt eða sent Steinn Arnar segir að kapp sé lagt á að tryggja gæði vörunnar og að notendur forritsins hafi aðeins haft góða sögu að segja. Mörg fyrirtæki nýti sér þjónustu Humble. „Meginþorri heildsala hefur verið að prófa sig áfram með okkur og er núna vonandi að fara að keyra þetta af stað. Við bjóðum í raun upp á tvenns konar þjónustu. Sóttar vörur, þar sem þú sækir þetta til veitingastaðarins, og hins vegar sendar vörur. Þá setur þú bara í körfu, pantar, og við sjáum síðan um það með okkar dreifingaraðilum að sækja til heildsala, taka saman pantanir og senda til ykkar,“ segir Steinn. Afsláttur af heildsöluverði Aðspurður segir Steinn að afslátturinn sem fáist sé alla jafna frekar hár. „Við erum yfirleitt að tala um allavega 30 prósent afslátt. Ef þetta er vara sem á mjög mikinn líftíma eftir þá held ég að það lægsta sem við höfum verið með sé í kringum 25 prósent,“ segir Steinn. Mesti afslátturinn hafi verið 87 prósent. Hlynur nefnir að oftast sé um að ræða afslátt af heildsöluverði. „Það er hægt að bera þetta saman við vörur sem þú færð í Krónunni, Bónus eða Costco. Þetta er á töluvert betra verði.“ Pössuðu áður upp á Leif Arnar Forritið hét áður Leifur Arnar, þar sem markmiðið var að passa upp á leifarnar. Eftir að hafa rætt við fólk í bransanum hafi hins vegar verið tekin ákvörðun um að breyta nafninu í eitthvað alþjóðlegra sem opnaði á mögulega sókn út fyrir landsteinana. Hlusta má á viðtal við þá Hlyn og Stein í spilaranum hér að ofan.
Neytendur Matur Matvöruverslun Bítið Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira