Spænski miðjumaðurinn Israel García hefur samið við félagið. Hann spilaði á móti Barcelona fyrir aðeins þremur vikum.
Garcia er 26 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril á Spáni. Hann var leikmaður Barbastro sem tapaði 4-0 á móti Barcelona í spænska Konungsbikarnum 4. janúar síðastliðinn. Garcia spilaði í níuíu mínútur í leiknum.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Framliðsins, fagnar komu leikmannsins í viðtali á miðlum Fram.
„Isra er sú týpa af leikmanni sem okkur finnst hafa vantað í Fram-liðið. Hann er varnarsinnaður miðjumaður með góða sendingargetu og við vonumst til að hann smellpassi inn í okkar hugmyndafræði,” sagði Rúnar.
Framarar segir líka frá því að Isra hafi komið sér í heimsfréttirnar eftir að hafa beðið kærustunnar eftir leik gegn Barcelona í spænska bikarnum.