Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2025 08:02 Jón fuglahvíslari segir allt hafa orðið vitlaust á Grund þegar unginn kom í heiminn. Páfagaukapar á dvalarheimilinu Grund eignaðist óvænt unga fyrir áramót, heimilisfólki til ómældrar gleði. Sérstakur fuglahirðir Grundar segir dýr ómetanlegan félagsskap á dvalarheimilum. Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær. Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Grundarparið Kókó og Kíkí, tveir glaðlegir gárar, eignuðust unga á dögunum. Kyn ungans var ekki komið í ljós þegar fréttastofu bar að garði en honum svipar til föður síns, er blár að lit, og nú er svo komið að hann er við það að fljúga úr hreiðrinu. Jón Ólafur Þorsteinsson sérstakur fuglahirðir Grundar var kallaður út til viðtals um málið, það er, eftir að hann lauk við harmonikkuleik á söngstund í hátíðarsalnum, eins og sýnt er í spilaranum hér fyrir neðan. En aftur að unganum. Þegar kvisaðist út að Kókó og Kíkí ættu von á afkvæmi greip um sig mikil spenna meðal heimilisfólks. „Það var verið að keyra fólk hérna niður til að fylgjast með, þetta var mikið, mikið, mikið, mikið gaman,“ segir Jón. Unginn klaktist svo loks úr egginu undir lok síðasta árs. „Það barst um allt hús, fólkið kom úr þessu og hinu húsinu til að fá að sjá, og allir að bíða eftir að hann ræki höfuðið út um lúguna.“ Dýr geta semsagt skipt svolítið sköpum á stöðum sem þessum? „Já, [þetta er] ótrúlegt, ótrúlegt,“ segir Jón. Mögulegt „dudd“ í gangi á nóttunni Unginn skreið svo loks úr varpkassanum 19. desember og nú í janúar tók hjúkrunarfræðingur á Grund hann að sér. Jón telur að foreldrarnir séu strax farnir að huga að sköpun nýs afkvæmis. „Maður hefur ekkert séð til þeirra svosem en það gæti vel verið að þau séu að dudda á nóttunni,“ segir Jón glettinn. Og þá verður ekki hjá því komist að veita athygli stærðarinnar húðflúri af fugli, sem fuglahvíslarinn Jón fékk sér á höndina sem ungur sjómaður. Sjómannatattú af gamla skólanum? „Já, maður þakkar bara fyrir að þetta hafi ekki farið á ennið á manni!“ segir Jón og hlær.
Dýr Eldri borgarar Reykjavík Fuglar Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira