Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Bjarki Sigurðsson skrifar 28. janúar 2025 22:03 Sverrir Heiðar Davíðsson er sérfræðingur í gervigreind. Vísir/Sigurjón Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru. Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek. Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek.
Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira