Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 08:10 Eftir óveður næturinnar eru vatnspollar víða og sums staðar hefur lekið inn í hús. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Tveir þeirra vistaðir í þágu rannsóknar mála þar sem þeir höfðu ollið umferðaróhappi eða voru tengdir öðrum málum. Einnig var lögregla kölluð til vegna umferðaóhapps þar sem bíl hafði verið ekið utan í rútu. Um minniháttar tjón var að ræða og enginn slasaðist. Þá var lögreglu kölluð til vegna líkamsárásar í miðborginni en ekki liggur meira fyrir um hana. Fjúkandi þakplötur Í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes voru tveir ökumenn stöðvaðir og þeir sviptir ökuréttindum. Ekki kemur fram hvers vegna. Lögreglan var svo kölluð til í húsnæði þar sem þakplötur voru byrjaðar að fjúka af þakinu. Lögregla fór á vettvang og var síðan kallað á viðeigandi viðbragðsaðila. Loks barst lögreglu tilkynning um mann í verslunarmiðstöð í annarlegu ástandi sem hafði átt í hótunum við aðra borgara. Lögreglumenn fóru á vettvang og reyndu að ræða við manninn. Hann var hins vegar ekki viðræðuhæfur né fær um að koma sér sjálfum á brott svo hann var vistaður í fangaklefa. Myndir af vopnum og boðflennur Umdæmi lögreglustöðvar 3 nær yfir Kópavog og Breiðholt. Þar var lögreglan kölluð til vegna manns sem hafði sent öðrum manni myndir af vopnum sem hann hótaði að beita. Sendandinn var handtekinn vegna málsins. Tilkynnt var menn sem höfðu farið inn í húsnæði líkamsræktarstöðvar án leyfis. Mennirnir voru farnir á brott þegar lögregla kom á vettvang en málið er rannsakað sem húsbrot. Lögreglustöð 4 sem nær yfir Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ barst tilkynning um vatnsleka. Lögreglan var kölluð til og stefndi í að mikill leki yrði inn í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi tjón. Lögreglan kallaði viðbragðsaðila á vettvang meðan reynt var að aðstoða íbúa.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira