Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:00 Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Finnbogadóttir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun