FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 14:50 Framarar þurfa að greiða úr sínum málum til þess að félagaskiptabanni verði aflétt, en það ætti að geta gengið hratt fyrir sig. vísir/Diego FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett bæði Fram og Gróttu í félagaskiptabann í að hámarki næstu þrjá félagaskiptaglugga. Félögin og KSÍ furða sig á samskiptaleysi af hálfu FIFA en ekki mun vera um alvarleg brot að ræða og talið auðleyst að losa félögin úr banni. Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega. Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Frá þessu var greint á vef 433.is í dag en hægt er að sjá lista FIFA yfir félög í félagaskiptabanni á sérstökum vef sambandsins sem tekinn var í notkun fyrir rúmu ári síðan. Samkvæmt því sem fram kemur á vef FIFA hófst bann Framara 29. janúar og bann Gróttu 31. janúar, og gildir það því að óbreyttu í komandi félagaskiptaglugga, sumarglugganum og svo aftur í félagaskiptaglugganum eftir rúmt ár. Hins vegar er ljóst að félögin geta bæði losnað úr banninu með því að gera upp þær skuldir sem FIFA telur að þeim beri að greiða. Búast má við að það gangi greiðlega í báðum tilvikum. Fram kemur á vef FIFA að Fram og Grótta séu komin í félagaskiptabann.Skjáskot/FIFA Registration bans Samkvæmt upplýsingum Vísis snýst mál Framara um tveggja mánaða ógreidd laun til Venesúelabúans Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022. Yendis mun hafa farið að láni heim til Venesúela í tíu mánuði, þegar hann átti enn eitt ár eftir af samningi sínum við Fram. Því átti hann tvo mánuði inni hjá Fram að lánsdvöl lokinni en mun samkvæmt því sem Vísir kemst næst ekki hafa mætt til vinnu þá mánuði, og því töldu Framarar sér ekki skylt að greiða honum launin. Til stendur að leysa málið fljótt. Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu, vill ekki gefa upp um hvað mál Gróttu snúist en segir það auðleyst. Hins vegar harmi hann nær algjört samskiptaleysi af hálfu FIFA. Gróttumenn fengu heldur ekki á neinu stigi málsins að setja fram sína málsvörn og bera þannig hönd fyrir höfuð sér. Gróttumenn, sem leika í 2. deild í sumar, virðast litlar upplýsingar hafa fengið frá FIFA áður en þeir voru komnir í félagaskiptabann.vísir/Diego „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart. Við vorum ekki búin að fá neina meldingu frá FIFA um að það væri eitthvað mál í gangi gegn okkur. Ef við skuldum einhverjum einhvers staðar þá gerum við það bara upp. Við höfum engar áhyggjur af þessu og leysum þetta bara, um leið og einhver frá FIFA svarar okkur,“ segir Þorsteinn. Samskiptaleysið virðist sömuleiðis vera á milli FIFA og KSÍ sem þó ætti að sjá til þess að banninu verði framfylgt. „Það sem okkur finnst sérstakt í þessu er að okkur hafi ekki verið tilkynnt neitt um þetta. Við höfum ekki aðgang að neinu og vitum ekki um hvað málið snýst,“ segir Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ. „Í fyrri málum af þessum toga höfum við alltaf verið upplýst, enda erum við beðin um að framfylgja banninu innanlands. Það hefur eitthvað klikkað í samskiptaboðleiðum á milli FIFA og KSÍ. Þess vegna hef ég sent FIFA bréf til að fá að vita hvort að félögin og við höfum verið upplýst, eftir leiðum sem mér er ekki kunnugt um,“ segir Haukur og vonast eftir svari frá FIFA bráðlega.
Besta deild karla Fram Grótta Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira