Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2025 09:31 Brynjar Viggósson er formaður knattspyrnudeildar Hauka Vísir/Stefán Það styttist í að knattspyrnufólk framtíðarinnar leiki listir sínar inn í nýju knatthúsi Hauka sem verður að teljast eitt það fullkomnasta hér á landi. Húsið verður vígt eftir aðeins nokkra daga og verður algjör bylting í starfi knattspyrnudeildar félagsins og sögn formannsins. „Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“ Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Þetta er frábær breyting og í raun og veru bylting fyrir okkar starf í knattspyrnudeild Hauka. Það eru bara gríðarlega spennandi tímar og tökum náttúrulega við þessu húsi fullir þakklæti og munum virkilega láta verkin tala hérna með góðri framkvæmd,“ segir Brynjar Viggósson, formaður knattspyrnudeildar Hauka. Húsið er í fullri stærð með löglegan völl fyrir efstu deild hér á landi, lofthæð mikil, framúrskarandi náttúruleg birta og við bætist svo áhorfendastúka sem mun hýsa hátt upp í þúsund manns. Þetta hús, hvað mun það gera fyrir ykkar starf í knattspyrnudeild Hauka? „Það er margt. Við höfum eingöngu verið úti hingað til. Núna erum við bráðlega, eftir viku, komin innandyra. Við munum ná fram miklu meiri gæðum og nýtingu á okkar svæði fyrir alla okkar iðkendur, alveg frá þeim yngstu upp í meistaraflokka. Við munum ná fram miklum gæðum á okkar æfingum með okkar frábæra þjálfarateymi og okkar frábæra starf. Þetta gefur okkur gríðarlegan sveigjanleika og við getum fært okkur undir þak loksins. Þessu fylgja fullt af tækifærum, þetta er bylting. En við eigum einnig eftir að læra fullt inn á ýmsa hluti. Við erum hérna í hverfi sem hefur vaxið gríðarlega hér sunnan við læk. Það er bara þannig að okkar samfélag er að fá frábæra viðbót sem við höfum beðið lengi eftir.“ Klippa: Glæsilegt knatthús Hauka „Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur“ Þetta knatthús virkar á mann sem hið fullkomna hús. „Við erum þar og hörfum þannig á það. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að við berum virðingu fyrir því sem að okkur er fengið núna. Þetta er hús sem er tilbúið í að spilað verði í því í efstu deild, þó við séum ekki þar núna er stefnan sett þangað. Þetta er gríðarlega flott hús, eitt það flottast á landinu, ef ekki það flottasta. Það fer eftir því hvern þú spyrð. Síðan eru náttúrulega margir þættir í þessu. Það eru mikil birtuskilyrði hérna inni, mikil náttúruleg birta sem flæðir inn. Algjörlega frábært hús.“ Frábær viðbót við frábæra aðstöðu íþróttafélagsins Hauka sem verður að teljast ein sú besta á landinu þegar talað er um boltagreinar og almenna líkamsrækt hér á landi. Og það hefur verið spennandi fyrir heimamenn að sjá húsið rísa. „Hér eru starfandi deildir fyrir körfubolta, handbolta, fótbolta, karatedeild og stutt yfir í sundið og lengi mætti telja. Fyrir okkur eldra fólkið sem erum farin að stunda hreyfingu án bolta eru líkamsræktarstöðvar hérna. Síðan er innan við kílómetri í ósnortna náttúru. Þetta er einstaklega fallegt svæði hérna í kringum Ástjörnina og Ásvelli. Hér ertu með lausnir, heildarlausnir fyrir alla. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur. Við höfum séð þetta stig frá stigi og maður er næstum því farinn að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar þegar að maður sér þessi skref. Þetta hefur gengið ótrúlega vel“ Titrar af spenningi Húsið verður formlega vígt eftir slétta viku. „Maður eiginlega bara titrar af spenningi. Æfingar síðan bara formlega á mánudeginum þar á eftir. Við erum bara að fara ýta á start takkann og setja þetta allt í gang. Gríðarlega spennandi. Algengasta spurningin til manns er „hvenær opnar húsið?“ og þar fram eftir götunum. Svo er mikilvægt líka að fara út í veður og vind og þola smá mótvind. Því lífið er ekki bara dalurinn niður í móti, þetta er mikil brekka og alls konar bardagar.ׅ“
Haukar Íslenski boltinn Hafnarfjörður Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira