Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar 8. febrúar 2025 15:34 Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er framsækinn og kraftmikill leiðtogi sem hefur þegar sýnt að hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til að stýra Sjálfstæðisflokknum inn í nýja tíma. Hún hefur starfað ötullega að framgangi flokksins, bæði sem þingmaður og ráðherra, og stendur ótrauð við grunngildi Sjálfstæðisflokksins: frelsi, ábyrgð og tækifæri fyrir alla. Með skýrri sýn á nútímalega stjórnsýslu og menntun hefur hún lagt áherslu á að efla nýsköpun og styrkja stoðir atvinnulífsins. Skilur stöðu smærri atvinnurekenda Áslaug Arna skilur stöðu og áskoranir okkar sem stundum atvinnurekstur því hún hefur lagt sig fram við að kynna sér málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja um land allt. Fáir stjórnmálamenn hafa ferðast jafn mikið um landið og kynnt sér stöðu mála í ólíkum landshlutum frá fyrstu hendi. Hún er eini ráðherrann sem hefur bókstaflega fært skrifstofu sína reglulega milli staða og verið þannig í góðu sambandi við fólk og fyrirtæki í öllum landshlutum. Vill sameina flokkinn og efla um allt land Hennar einlægi vilji til að hlusta og sameina ólíkar raddir innan Sjálfstæðisflokksins sýnir að hún mun leitast við að endurnýja traust innan flokksins um allt land. Hún er röggsamur, skapandi og trúverðugur leiðtogi sem vill efla Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar. Áslaug Arna er því skýrt val fyrir sjálfstæðisfólk sem vill styrkja stöðu flokksins og byggja upp betra samfélag fyrir alla. Hún verður formaður allra sjálfstæðismanna, um land allt. Ég hvet landsfundarfulltrúa til þess að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Höfundur er húsasmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er framsækinn og kraftmikill leiðtogi sem hefur þegar sýnt að hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til að stýra Sjálfstæðisflokknum inn í nýja tíma. Hún hefur starfað ötullega að framgangi flokksins, bæði sem þingmaður og ráðherra, og stendur ótrauð við grunngildi Sjálfstæðisflokksins: frelsi, ábyrgð og tækifæri fyrir alla. Með skýrri sýn á nútímalega stjórnsýslu og menntun hefur hún lagt áherslu á að efla nýsköpun og styrkja stoðir atvinnulífsins. Skilur stöðu smærri atvinnurekenda Áslaug Arna skilur stöðu og áskoranir okkar sem stundum atvinnurekstur því hún hefur lagt sig fram við að kynna sér málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja um land allt. Fáir stjórnmálamenn hafa ferðast jafn mikið um landið og kynnt sér stöðu mála í ólíkum landshlutum frá fyrstu hendi. Hún er eini ráðherrann sem hefur bókstaflega fært skrifstofu sína reglulega milli staða og verið þannig í góðu sambandi við fólk og fyrirtæki í öllum landshlutum. Vill sameina flokkinn og efla um allt land Hennar einlægi vilji til að hlusta og sameina ólíkar raddir innan Sjálfstæðisflokksins sýnir að hún mun leitast við að endurnýja traust innan flokksins um allt land. Hún er röggsamur, skapandi og trúverðugur leiðtogi sem vill efla Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar. Áslaug Arna er því skýrt val fyrir sjálfstæðisfólk sem vill styrkja stöðu flokksins og byggja upp betra samfélag fyrir alla. Hún verður formaður allra sjálfstæðismanna, um land allt. Ég hvet landsfundarfulltrúa til þess að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Höfundur er húsasmíðameistari
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar