Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:02 Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Skóla- og menntamál Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Nokkuð er síðan upplýsingar bárust um ofbeldistilvik innan skóla. Undanfarin misseri hefur ofbeldisbylgja meðal barna og ungmenna farið vaxandi. Hér þurfum við öll að taka höndum saman og hjálpast að svo stöðva megi þessa óheillaþróun. Þetta varðar okkur öll og verður ríki og sveitarfélög, foreldrar og skólasamfélagið að leggjast á eitt. Í borgarkerfinu liggur tillaga frá fyrrverandi oddvita Flokks fólksins frá því í janúar sl. á þá leið að skóla- og frístundaráð hefji endurskoðun á eineltisstefnu og viðbrögðum grunnskóla Reykjavíkurborgar við einelti og öðru ofbeldi. Í endurskoðuninni skal huga að því að nauðsynlegt er nú að auka eftirlit utan skólastofunnar í grunnskólum borgarinnar, svo sem á göngum, salernum og jafnvel einnig í útiveru. Í greinargerð með tillögunni segir að ítrekað hafa komið upp atvik þar sem börn hafa orðið fyrir aðkasti, áreitni og jafnvel grófu ofbeldi t.d. inn á salernum skóla borgarinnar. Skólar borgarinnar þurfa aukinn stuðning til að spyrna fótum við þessari vá hið snarasta. Kalla þarf eftir upplýsingum frá foreldrum og samvinnu við foreldrasamfélagið um þessi mál, skoða þarf þróun og finna lausnir. Enda þótt Reykjavík sé stærsta sveitarfélagið þarf að huga að sambærilegum þáttum í öðrum sveitarfélögum um land allt. Skólaskylda er í landinu og því er grunnforsendan að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis. Hvað þurfa börn? Ungmenni sem beitir ofbeldi af ásetningi líður ekki vel. Ástæður geta verið fjölmargar og margslungnar. Grafast þarf fyrir um þær og sjá til þess að viðkomandi fái aðstoð við hæfi. Öll vitum við hvað það er sem börn þurfa til að geta vaxið úr grasi og orðið heilbrigðir og heilsteyptir einstaklingar. Börn þurfa ást og aðhald til að þrífast. Börnum þarf að sinna á öllum sviðum til að þeim geti liðið vel og notið hæfileika sinna. Börn þurfa fræðslu og þeim þarf að setja mörk. Kenna þarf börnum að koma ávallt vel fram við aðra og vera góð við minnimáttar, önnur börn og dýr. Börn þrá tengingu við aðra, fullorðna jafnt sem jafningja og þau þrá viðurkenningu. Fái þau ekki umbun, ást og viðurkenningu í raunheimi eru líkur á að þau leiti að henni á samfélagsmiðlum eða í gerviveröld. Börn sem beita ofbeldi þarfnast hjálpar. Börn sem líða langvinnan skort, búa við óviðunandi aðstæður eða eru beitt ofbeldi eiga á hættu að skaðast tilfinninga- og félagslega, jafnvel til langs tíma eða ævilangt. Grunnþörfum barns þarf að sinna til að það eigi þess kost á að þróa með sér gott sjálfstraust og sjálfsöryggi. Barn sem er svangt vegna fátæktar foreldra eða fær ekki tækifæri til að festa rætur í félagslegu umhverfi hefur ekki sömu möguleika og önnur börn sem fá þessum grunnþörfum sínum mætt. Sé skortur á einhverjum þessara grunnþátta í aðstæðum barns eru auknar líkur á að barnið þrói með sér viðvarandi vanlíðan, brotna sjálfsmynd og félagslegt óöryggi sem getur markað þau um langan tíma og haft áhrif á þeirra helstu ákvarðanir í lífinu. Við berum öll ábyrgð Rannsóknir og lærðar skýrslur hafa ítrekað bent á að líðan barna hefur farið versnandi sem birtist m.a. í aukningu í sjálfsvígsgælum, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunum. Samstaða þarf að ríkja í þessum málum til að við getum betur haldið utan um börn þessa lands og verið tilbúin að mæta þörfum þeirra og sérstaklega þeirra sem glíma við erfiðleika af einhverju tagi. Taka þarf þétt utan um foreldrana og styðja við kennara og störf þeirra. Barnasáttmálinn er leiðarljós okkar. Barnasáttmálinn var samþykktur á Íslandi 1992 og var fullgildur og settur í lög á Íslandi 2013. Með því að lögfesta Barnasáttmálann varð hann hluti af lögum á Íslandi og þarf að taka mið af því sem í honum stendur í öllum tilfellum þar sem börn eiga í hlut. Barnasáttmálinn hefur verið innleiddur í sárafá sveitarfélög. Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar