Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2025 14:53 Þorramaturinn nýtur mikilla vinsælda ár hvert. Wikipedia Commons Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi. Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi.
Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira