Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Hjörvar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2025 17:48 Rut Arnfjörð Jónsdóttir sækir að marki tékkneska liðsins. Vísir/Anton Brink Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Fyrri leik liðanna í Tékklandi lauk með ellefu marka sigri Hazena, 35-24. Því var ljóst að það yrði við ramman reip að daga hjá Haukakonum að freista þess að snúa taflinu sér í vil í þessum leik og komast áfram í undanúrslit keppninnar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær í þessum leik. Vísir/Anton Brink Haukar hófu leikinn í dag mun betur og voru 5-2 yfir eftir tæplega tíu mínútna leik og svo var staðan 12-4 Haukum í vil um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Hauka gekk mjög smurt og vörnin var sömuleiðis þétt. Sara Sif Helgadóttir hrökk svo í gang þegar líða tók á fyrri hálfleikinn og varði vel lungann úr leiknum. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. Vísir/Anton Brink Tékkneska liðið tók hins vegar við sér á lokakafla seinni hálfleiksins og lagaði stöðuna í 15-8 með góðum endaspretti. Þar af leiðandi þurftu Haukar að vinna upp fjögurra marka forskot tékkneska liðsins í seinni hálfleik. Leikmenn Hazena hafa að öllum líkindum fengið vænan hárblástur frá lærimeistara sínum í búningsklefanum í hálfleik. Altént var allt annað að sjá til gestanna frá Tékklandi í seinni hálfleiknum. Leikurinn jafnaðist og niðurstaðan varð fimm marka sigur Hauka sem dugði því miður ekki til og liðið úr leik í Evrópubikarnum að þessu sinni þrátt fyrir hetjulega baráttu. Atvik leiksins Ansi gaman var að fylgjast með skapsveiflum þjálfarar Hazena sem lét það berlega í ljós trekk í trekk að hann var ekki alls kostar sáttur við tilburði leikmanna sinna á parketinu í dag. Gusurnar voru ansi kraftmiklar á meðan hinn dagfarsprúði Stefán Arnarson sýndi stóíska ró og sína alkunni stillingu og kænsku við stjórn Haukaliðsins á hinum varamannabekknum. Stefán Arnarson gefur sínum leikmönnum leiðbeiningar. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukaliðinu með sjö mörk og stýrði sóknarleik liðsins eins og herforingi. Þá kom Inga Dís Jóhannsdóttir næst með sex mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Odden áttu sömuleiðis góðan leik. Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst, og lokaði rammanum á löngum köflum í fyrri hálfleik. Varnarleikur leikmanna Hauka í heild sinni var síðan til fyrirmyndar. Sara Sif Helgadóttir varði vel og skilaði góðu dagsverki. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Stefano Rielo og Niccolo Panetta, áttu góðan flautukonsert og ekkert upp á þá að klaga. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Haukakonur fengu dyggan stuðning í baráttunni sinni við að komast áfram og verða stuðningsmenn Hauka alls ekki sakaðir um að láta sitt eftir liggja. Góð stemming að Ásvöllum og létt yfir mannskapnum. Haukar Handbolti
Haukar höfðu betur, 27-22, þegar liðið fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta í dag. Þrátt fyrir sigurinn er þátttöku Hauka í keppninni lokið á þessu keppnistímabili. Fyrri leik liðanna í Tékklandi lauk með ellefu marka sigri Hazena, 35-24. Því var ljóst að það yrði við ramman reip að daga hjá Haukakonum að freista þess að snúa taflinu sér í vil í þessum leik og komast áfram í undanúrslit keppninnar. Elín Klara Þorkelsdóttir var frábær í þessum leik. Vísir/Anton Brink Haukar hófu leikinn í dag mun betur og voru 5-2 yfir eftir tæplega tíu mínútna leik og svo var staðan 12-4 Haukum í vil um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Hauka gekk mjög smurt og vörnin var sömuleiðis þétt. Sara Sif Helgadóttir hrökk svo í gang þegar líða tók á fyrri hálfleikinn og varði vel lungann úr leiknum. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði sex mörk í leiknum. Vísir/Anton Brink Tékkneska liðið tók hins vegar við sér á lokakafla seinni hálfleiksins og lagaði stöðuna í 15-8 með góðum endaspretti. Þar af leiðandi þurftu Haukar að vinna upp fjögurra marka forskot tékkneska liðsins í seinni hálfleik. Leikmenn Hazena hafa að öllum líkindum fengið vænan hárblástur frá lærimeistara sínum í búningsklefanum í hálfleik. Altént var allt annað að sjá til gestanna frá Tékklandi í seinni hálfleiknum. Leikurinn jafnaðist og niðurstaðan varð fimm marka sigur Hauka sem dugði því miður ekki til og liðið úr leik í Evrópubikarnum að þessu sinni þrátt fyrir hetjulega baráttu. Atvik leiksins Ansi gaman var að fylgjast með skapsveiflum þjálfarar Hazena sem lét það berlega í ljós trekk í trekk að hann var ekki alls kostar sáttur við tilburði leikmanna sinna á parketinu í dag. Gusurnar voru ansi kraftmiklar á meðan hinn dagfarsprúði Stefán Arnarson sýndi stóíska ró og sína alkunni stillingu og kænsku við stjórn Haukaliðsins á hinum varamannabekknum. Stefán Arnarson gefur sínum leikmönnum leiðbeiningar. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukaliðinu með sjö mörk og stýrði sóknarleik liðsins eins og herforingi. Þá kom Inga Dís Jóhannsdóttir næst með sex mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Odden áttu sömuleiðis góðan leik. Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst, og lokaði rammanum á löngum köflum í fyrri hálfleik. Varnarleikur leikmanna Hauka í heild sinni var síðan til fyrirmyndar. Sara Sif Helgadóttir varði vel og skilaði góðu dagsverki. Vísir/Anton Brink Dómarar leiksins Dómarar leiksins, þeir Stefano Rielo og Niccolo Panetta, áttu góðan flautukonsert og ekkert upp á þá að klaga. Þeir fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Stemming og umgjörð Haukakonur fengu dyggan stuðning í baráttunni sinni við að komast áfram og verða stuðningsmenn Hauka alls ekki sakaðir um að láta sitt eftir liggja. Góð stemming að Ásvöllum og létt yfir mannskapnum.
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti