Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Líkt og kunnugt er gegnir Ragnar Þór Ingólfsson ekki lengur formennsku í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins, VR. Nú er hann þingmaður Flokks fólksins og formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. Nýr kjarasamningur við kennara verður kynntur fyrir sveitarstjórnarfólki nú í hádeginu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fagnar því að samningar hafi náðst og segist skynja almenna ánægju með það meðal sveitarstjórnarstigsins að samningar séu í höfn. „Þetta er náttúrlega ein af stærstu stéttunum í hverju sveitarfélagi og gríðarlega mikilvæg stétt,“ segir Regína. Leiðist umræða um höfrungahlaup „Ég held að við séum öll fegin að samningar hafi náðst og við vitum auðvitað að kennarar eiga inni, þess vegna er ég ekki alveg sátt við umræðuna um að þeir séu að leiða eitthvað höfrungahlaup. Vegna þess að þetta er leiðrétting, við erum að fara í virðismatsvegferð, aðrar opinberar stéttir hafa farið í gengum það og við erum bara gríðarlega ánægð með að fá kennara inn í það,“ segir Regína. Það verði engu að síður áskorun fyrir sveitarfélögin að fjármagna samningana. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og hefur mikla starfsreynslu á vettvangi sveitastjórnarstigsins.Vísir/Vilhelm „Við gerðum ráð fyrir auðvitað, við gerum það á hverju ári í fjárhagsáætlun þegar við vitum að það eru kjarasamningar framundan, þá gerum við ráð fyrir tiltekinni upphæð í það þó við vitum ekki nákvæmlega hvernig það verður. En við sjáum að þessir samningar, þeir munu kosta okkur töluvert meira heldur en við gerðum ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir Regína. Það verði verkefni að finna út úr því hvernig hægt verði að hagræða eða forgangsraða í staðinn til að fjármagna nýja samninga. „Ég bara vona að ríkið komi með okkur í það að styrkja umhverfið í kringum skólastarfið. Það er svo margt hægt að gera í samspili ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur íþyngt meðal annars inni í skólakerfinu er skortur á úrræðum fyrir börn sem þurfa aukinn stuðning. Mjög margt af því geta sveitarfélögin gert sjálf með því að styrkja sína skólaþjónustu, en annað eru úrræði sem ríkið á að vera með og ber ábyrgð á og það er bara mjög mikilvægt að þau séu styrkt líka,“ nefnir Regína sem dæmi. Kalli á stærra samtal um fjármögnun sveitastjórnarstigsins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir mögulega aðkomu ríkisins þurfa að ræða í stærra samhengi hvað snýr að sveitarfélögunum. Samningar ríkisins hvað snýr að framhaldsskólum eigi að rúmast innan ramma varasjóðs um ógerða kjarasamninga. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst mál sem að þá snýr að ríkisstjórninni og samtali ríkisstjórnarinnar við sveitarfélögin í stærra samhengi varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga almennt. Það samtal þarf auðvitað að fara þar á milli og síðan væntanlega yrði það þá fjárlaganefndar að vinna úr því síðan í samstarfi við fjármálaráðuneytið og þingið,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir raddir, meðal annars innan úr verkalýðshreyfingunni, um möguleg áhrif af meiri hækkunum til kennara en annarra stétta á vinnumarkaði, telur Ragnar að kennarasamningarnir ættu ekki að ýta undir launaskrið eða óróleika á vinnumarkaði almennt. „Ég lít ekki svo á. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stéttarfélög almennt hafa sinn frjálsa samningsrétt. Og sem fyrrverandi formaður stærsta stéttarfélags landsins, þá hef ég aldrei litið þannig á að ef ég geri kjarasamning fyrir mitt félag að einhverjir aðrir séu bundnir af honum,“ segir Ragnar. Utan hringiðunar en skilur sjónarmiðin „Síðan er þetta ekki alveg svo einfalt vegna þess að vegferðin sem verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði fóru í var að ná einhverjum sáttmála um ákveðinn stöðugleika til að ná niður verðbólgu og vöxtum, og auðvitað er þeim mjög umhugað um að það haldi og að sú vegferð skili árangri. Þannig maður skilur svo sem alveg sjónarmiðin, en í grunninn þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þau stéttarfélög, hvort sem það er innan opinbera geirans eða á hinum almenna markaði, hafa alltaf síðasta orðið um þau kaup og kjör sem þau semja um,“ segir Ragnar. Að vissu leyti sé erfitt að bera saman stöðu kennara við aðra, enda hafi þeir verið að kalla eftir efndum á eldri samningum í sinni baráttu. „Þetta er ekki einfalt en það er áhugavert að vera ekki lengur í þessari hringiðu lengur. Hringiðu verkalýðsmála og kjarasamninga,“ segir Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Nýr kjarasamningur við kennara verður kynntur fyrir sveitarstjórnarfólki nú í hádeginu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fagnar því að samningar hafi náðst og segist skynja almenna ánægju með það meðal sveitarstjórnarstigsins að samningar séu í höfn. „Þetta er náttúrlega ein af stærstu stéttunum í hverju sveitarfélagi og gríðarlega mikilvæg stétt,“ segir Regína. Leiðist umræða um höfrungahlaup „Ég held að við séum öll fegin að samningar hafi náðst og við vitum auðvitað að kennarar eiga inni, þess vegna er ég ekki alveg sátt við umræðuna um að þeir séu að leiða eitthvað höfrungahlaup. Vegna þess að þetta er leiðrétting, við erum að fara í virðismatsvegferð, aðrar opinberar stéttir hafa farið í gengum það og við erum bara gríðarlega ánægð með að fá kennara inn í það,“ segir Regína. Það verði engu að síður áskorun fyrir sveitarfélögin að fjármagna samningana. Regína Ásvaldsdóttir er bæjarstjóri í Mosfellsbæ og hefur mikla starfsreynslu á vettvangi sveitastjórnarstigsins.Vísir/Vilhelm „Við gerðum ráð fyrir auðvitað, við gerum það á hverju ári í fjárhagsáætlun þegar við vitum að það eru kjarasamningar framundan, þá gerum við ráð fyrir tiltekinni upphæð í það þó við vitum ekki nákvæmlega hvernig það verður. En við sjáum að þessir samningar, þeir munu kosta okkur töluvert meira heldur en við gerðum ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir Regína. Það verði verkefni að finna út úr því hvernig hægt verði að hagræða eða forgangsraða í staðinn til að fjármagna nýja samninga. „Ég bara vona að ríkið komi með okkur í það að styrkja umhverfið í kringum skólastarfið. Það er svo margt hægt að gera í samspili ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur íþyngt meðal annars inni í skólakerfinu er skortur á úrræðum fyrir börn sem þurfa aukinn stuðning. Mjög margt af því geta sveitarfélögin gert sjálf með því að styrkja sína skólaþjónustu, en annað eru úrræði sem ríkið á að vera með og ber ábyrgð á og það er bara mjög mikilvægt að þau séu styrkt líka,“ nefnir Regína sem dæmi. Kalli á stærra samtal um fjármögnun sveitastjórnarstigsins Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir mögulega aðkomu ríkisins þurfa að ræða í stærra samhengi hvað snýr að sveitarfélögunum. Samningar ríkisins hvað snýr að framhaldsskólum eigi að rúmast innan ramma varasjóðs um ógerða kjarasamninga. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst mál sem að þá snýr að ríkisstjórninni og samtali ríkisstjórnarinnar við sveitarfélögin í stærra samhengi varðandi fjárhagsstöðu sveitarfélaga almennt. Það samtal þarf auðvitað að fara þar á milli og síðan væntanlega yrði það þá fjárlaganefndar að vinna úr því síðan í samstarfi við fjármálaráðuneytið og þingið,“ segir Ragnar. Þrátt fyrir raddir, meðal annars innan úr verkalýðshreyfingunni, um möguleg áhrif af meiri hækkunum til kennara en annarra stétta á vinnumarkaði, telur Ragnar að kennarasamningarnir ættu ekki að ýta undir launaskrið eða óróleika á vinnumarkaði almennt. „Ég lít ekki svo á. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að stéttarfélög almennt hafa sinn frjálsa samningsrétt. Og sem fyrrverandi formaður stærsta stéttarfélags landsins, þá hef ég aldrei litið þannig á að ef ég geri kjarasamning fyrir mitt félag að einhverjir aðrir séu bundnir af honum,“ segir Ragnar. Utan hringiðunar en skilur sjónarmiðin „Síðan er þetta ekki alveg svo einfalt vegna þess að vegferðin sem verkalýðsfélögin á almennum vinnumarkaði fóru í var að ná einhverjum sáttmála um ákveðinn stöðugleika til að ná niður verðbólgu og vöxtum, og auðvitað er þeim mjög umhugað um að það haldi og að sú vegferð skili árangri. Þannig maður skilur svo sem alveg sjónarmiðin, en í grunninn þá hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þau stéttarfélög, hvort sem það er innan opinbera geirans eða á hinum almenna markaði, hafa alltaf síðasta orðið um þau kaup og kjör sem þau semja um,“ segir Ragnar. Að vissu leyti sé erfitt að bera saman stöðu kennara við aðra, enda hafi þeir verið að kalla eftir efndum á eldri samningum í sinni baráttu. „Þetta er ekki einfalt en það er áhugavert að vera ekki lengur í þessari hringiðu lengur. Hringiðu verkalýðsmála og kjarasamninga,“ segir Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira