Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. apríl 2025 07:15 Fjárfestar í kauphöllinni í New York fylgjast spenntir með nýjustu upplýsingum frá forsetanum sem hefur margoft skipt um kúrs á síðustu dögum. AP Photo/Seth Wenig Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna. Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Þegar hann dró í land að stærstum hluta í fyrradag, og setti tollahækkanir á ís, tóku markaðir við sér en það entist ekki lengi og lækkun varð í kauphöllinni í New York í gær á ný. Sömu sögu hefur verið að segja af Asíumörkuðum í nótt og óvissan um hvað gerist næst er greinilega ekki að fylla fjárfesta á hlutabréfamarkaði sjálfstrausti. Þessvegna verður gullið fyrir valinu en góðmálmurinn er yfirleitt talin ein öruggasta fjárfesting sem völ er á. Trump hefur enn bætt í hótanir sínar gagnvart Kína og segir nú að tollur á vörur frá Kína sé 145 prósent. Þar af sé sérstakur 20 prósenta tollur sem hann sett á dögunum vegna ólöglegs fentanýls innflutnings til Bandaríkjanna enn í gildi. Trump segist þó enn vera bjartsýnn á að hægt verði að komast að einhverskonar samkomulagi við Kínverja, sem hafa á móti hótað himinháum tollum á bandarískar vörur. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé nú í viðræðum við Bandaríkin um að lækka boðaðar tollaálögur áður en níutíu daga fresturinn sem Trump boðaði á dögunum rennur út. Hún segir þó að á sama tíma sé verið að útfæra aðgerðir sem gripið verði til gagnvart Bandaríkjunum, til mótvægis, náist ekki að semja. von der Leyen sagði á blaðamannafundi í gær að sama hvernig fer, þá séu samskipti Bandaríkjanna og Evrópu breytt um alla framtíð vegna tollanna.
Viðskiptaþvinganir Donald Trump Bandaríkin Kauphöllin Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira