„Ekki nebbinn minn allavegana,“ skrifaði Vala við myndina. Hún greindi frá óléttunn í desember síðastliðnum.

Færir leikmyndina inn í eldhús
Vala Kristín er komin í fæðingarorlof og virðist parið vera komið á fullt í hreiðurgerð, en Vala birti myndir af sér vera að ditta að á heimilinu, þar á meðal fékk hún þá hugmynd að mála vegginn fyrir ofan vaskinn í eldhúsinu, í samskonar mynstri og leikmyndin í sýninginunni Þetta er Laddi, í gult geometrískt mynstur, en Vala var bæði handritshöfundur og leikari í sýningunni.


Vala Kristín og Hilmir Snær hafa verið saman frá því árið 2023. Fyrsta fréttin af sambandi þeirra var skrifuð í júní það ár. Þá kom fram að þau hefðu verið að stinga saman nefjum í nokkra mánuði og að ítrekað hefði sést til þeirra saman. Nokkur aldursmunur er á parinu. Vala er fædd árið 1991 og Hilmir árið 1969, sem gerir 22 ára aldursmun.
Vala hefur verið að gera góða hluti á fjölum leikhúsanna undanfarin ár, en hún fór meðal annars með hluverk Önnu í leiksýningunni Frost í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á samnefndri kvikmynd síðastliðinn vetur.
Hilmir Snær er einn þekktasti leikari samtímans og hefur síðustu misseri bæði leikið og leikstýrt ýmsum verkum í Borgarleikhúsinu. Hann leikstýrir sem dæmi verkinu Óskaland og leikur í Köttur á heitu blikkþaki og Fjallabaki.