Lífið

Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru stökk hjá félögunum.
Alvöru stökk hjá félögunum.

Lokaþátturinn af Alheimsdrauminum fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið síðasta. Í þættinum kom í ljós hvort liðið vann stigakeppnina að þessu sinni og er hægt að sjá þáttinn á Stöð 2+.

Sveppi og Pétur voru komnir með aðstoðarmann í lokaþættinum en Vilhelm Anton Jónsson var mættur óvænt út.

Það sama má segja um þá Steinda og Audda en Egill Einarsson mættir einnig óvænt út til Dúbaí til að aðstoða þeirra lið.

Bæði lið áttu að standast óvænta áskorun og var það að fara í fallhlífarstökk. Það kom í hlut Audda og Sveppa að taka þá áskorun og úr varð magnað sjónvarp eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.