Hefja stjórnarmyndunarviðræður

Kristilegir demókratar, stærsti flokkurinn eftir kosningarnar í Þýskalandi, vonast til þess að stjórnarmyndunarviðræður við sósíaldemókrata klárist fyrir páska. Flokkarnir tveir hafa nauman meirihluta eftir kosningarnar en leiðtogaskipti eru þó sennilega fram undan og búist er við að Friedrich Merz, formaður kristilegra demókrata, taki við af Olaf Scholz í embætti kanslara. Scholz lýsti úrslitunum, sem eru þau verstu fyrir sósíaldemókrata í áraraðir, sem miklum vonbrigðum á blaðamannafundi í dag. Stefnbreyting í utanríkismálum gæti verið fram undan en Merz sagði í gærkvöldi að Þjóðverjar þyrftu að vera óháðari Bandaríkjunum. Merz hefur hafnað samstarfi við þjóðernisflokkinn AfD - sem þeir gætu einnig myndað meirihluta með. AfD er næststærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar og Merz lýsti góðu gengi þeirra sem lokaviðvörun til miðjuflokkanna.

3
01:36

Vinsælt í flokknum Fréttir