Bryndís: Þessi sigur mun hjálpa okkur mikið í stigatöflunni Bryndís Guðmundsdóttir átti flottan leik með Keflavík þegar liðið vann 68-67 sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Bryndís var með 18 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en hún spilaði allar 40 mínúturnar í leiknum. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:30
Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:21
Henning: Gengur ekki að lenda 14 stigum undir á móti alvöru liðum Henning Henningsson, þjálfari Hauka, sagði að slæmur fyrri hálfleikur hafi kostað sínar stelpur tap á móti Keflavík á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar töpuðu á endunum með aðeins einu stigi, 67-68. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:12
Keflavík lagði Íslandsmeistarana Keflavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express deild kvenna er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á útivelli, 68-67, í spennandi leik. Körfubolti 18. nóvember 2009 20:57
Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur „Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 18. nóvember 2009 15:45
IE-deild kvenna: Öruggur sigur KR á Val KR er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir öruggan sigur, 73-43, á Val í kvöld en liðin mættust vestur í bæ. Körfubolti 15. nóvember 2009 20:54
Iceland Express-deild kvenna: KR vann toppslaginn Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að KR vann toppslaginn gegn Hamar í Hveragerði og Vesturbæjarliðið er nú búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni. Körfubolti 11. nóvember 2009 21:07
IE-deild kvenna: Hamar vann aftur í Grindavík Körfuboltaliðum Hamars virðist líka það vel að spila í Grindavík því stelpurnar í Hamri léku sama leik og strákarnir og nældu í sigur í Röstinni. Körfubolti 4. nóvember 2009 21:16
IE-deild kvenna: KR enn með fullt hús stiga Bikarmeistarar KR héldu áfram á sigurbraut í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann sannfærandi 69-37 sigur gegn Snæfelli í DHL-höllinni. Körfubolti 31. október 2009 17:53
Hamar vann nauman sigur á Haukum Hamar vann í kvöld á Haukum í stórslag Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. KR er enn taplaust eftir öruggan sigur á Keflavík. Körfubolti 28. október 2009 21:04
KR með fullt hús stiga KR vann sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild kvenna er liðið lagði Grindavík á útivelli, 77-58. Körfubolti 21. október 2009 21:18
IE-deild kvenna: Enn eitt tapið hjá Keflavík Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar Valur vann Keflavík 79-75 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Körfubolti 20. október 2009 21:15
KR lagði meistarana KR vann í dag tólf stiga sigur á Íslandsmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna, 67-55. Körfubolti 18. október 2009 18:54
Snæfellingar lögðu Njarðvíkinga Snæfell vann í dag sex stiga sigur á Njarðvík, 69-63, í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 17. október 2009 19:45
Iceland Express-deild kvenna: Hamar byrjar vel Keppni í Iceland Express-deild kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Hamri er spáð góðu gengi í vetur og Hamarsstelpur sýndu í kvöld að það er ekki að ástæðulausu. Körfubolti 14. október 2009 22:07
KR spáð titlinum í kvennakörfunni KR-konur verða Íslandsmeistarar í körfubolta samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna sem birt var á á kynningarfundi KKÍ í dag. Körfubolti 13. október 2009 15:26
KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. Körfubolti 11. október 2009 18:06
Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við. Körfubolti 11. október 2009 12:45
Poweradebikar kvenna: KR og Hamar í úrslitaleikinn Í kvöld fóru fram leikir í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta og þá varð ljóst að það verða KR og Hamar sem mætast í úrslitaleik. Körfubolti 29. september 2009 21:14
Kvennalið Grindavikur fær sér hávaxna skyttu Grindavík hefur líkt og fleiri lið í Iceland Express deild kvenna í vetur ráðið sér bandaríska leikmann fyrir átök vetrarins. Grindavík var eitt af fáum liðum deildarinnar sem var ekki með kana á síðasta tímabili en nú var ákveðið að styrkja liðið. Körfubolti 16. september 2009 16:00
Keflavík fær sér stóran kvennakana í fyrsta sinn í mörg ár Kvennalið Keflavíkur hefur ráðið til sína nýjan leikmann en bandaríski framherjinn Viola Beybeyah er að koma til landsins á morgun. Beybeyah er ekki dæmigerður kvennakani í Keflavík enda hafa erlendu leikmenn liðsins alltaf verið leikstjórnendur undanfarin ár. Körfubolti 16. september 2009 14:30
Bandarísk þriggja stiga skytta í kvennalið KR Kvennalið KR hefur styrkt sig með erlendum leikmanni fyrir tímabilið en Jenny Finora, áður Jenny Pfeiffer, er komin til landsins til að spila með liðinu auk þess að þjálfa yngstu kvennaflokka félagsins. Körfubolti 16. september 2009 13:00
Ezell til Hauka: Þarf örugglega ekki að læra 200 kerfi eins og hjá Iowa State Íslandsmeistarar Hauka í Iceland Express deild kvenna eru búnir að ráða til sín erlendan leikmann fyrir komandi tímabil en það er Heather Ezell 22 ára og 175 sm bakvörður úr Iowa State háskólanum. Körfubolti 7. september 2009 15:00
Henning: Töpuðum í fyrri hálfleik Henning Henningsson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var vonsvikinn með að landsliðið hafi ekki haft trú á því að geta sigrað Svartfjallaland fyrr en það var orðið of seint. Körfubolti 29. ágúst 2009 16:21
Helena: Vorum að spila við klassa lið Helena Sverrisdóttir var ánægð með leik Íslands gegn Svartfjallalandi í dag þrátt fyrir tap en Helena var stigahæst Íslands í leiknum. Körfubolti 29. ágúst 2009 16:07
Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Körfubolti 29. ágúst 2009 15:57
Ólöf Helga ætlar að hjálpa nýliðunum næsta vetur Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Ólöf Helga hefur spilað allan sinn körfuboltaferil í Grindavík og var meðal annars lykilmaður þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn fyrir tveimur árum. Körfubolti 17. júlí 2009 03:00
Henning þjálfar Haukana Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, mun stýra Íslandsmeistaraliði Hauka á næstu leiktíð. Körfubolti 13. maí 2009 13:38
Benedikt tekur við kvennaliði KR Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla, skrifar á morgun undir samning um að taka að sér þjálfun kvennaliðs félagsins. Körfubolti 5. maí 2009 15:17
Grindvíkingar treysta á ungan heimamann Grindvíkingar hafa fundið sér þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna en á heimasíðu félagsins kemur fram að Jóhann Þór Ólafsson muni þjálfa kvennaliðið næsta vetur. Körfubolti 2. maí 2009 12:00