Rekinn í annað sinn á innan við ári Pólska knattspyrnusambandið hefur leyst portúgalann Fernando Santos frá störfum. Santos þjálfaði áður portúgalska landsliðið en var látinn fara fljótlega eftir heimsmeistarakeppnina í fyrra. Fótbolti 13. september 2023 22:15
Ekki möguleiki að Klopp taki við þýska landsliðinu Ekki kemur til greina að Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, taki við þýska landsliðinu. Þetta segir umboðsmaður hans. Fótbolti 13. september 2023 13:30
Spilar með kviðmági sínum í ítalska landsliðinu Tveir leikmenn ítalska karlalandsliðsins í fótbolta tengjast á nokkuð athyglisverðan hátt. Fótbolti 13. september 2023 12:01
Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Fótbolti 13. september 2023 09:31
Þjálfari Lúxemborgar fékk nóg þegar lið hans var átta mörkum undir Luc Holtz fékk nóg þegar Lúxemborg var 8-0 undir gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Hann strunsaði þá til búningsklefa og missti af síðasta marki leiksins, Portúgal vann leikinn 9-0. Fótbolti 12. september 2023 12:31
Ráku þjálfarann eftir tapið á Laugardalsvelli og leikmenn töluðu ekki við fjölmiðla Bosnía og Hersegóvína tók tapið á Laugardalsvelli í gær, mánudag, mjög nærri sér. Þjálfara liðsins var látinn taka poka sinn eftir aðeins 30 daga í starfi og þá ræddi enginn leikmaður liðsins við fjölmiðla á leið sinni út af Laugardalsvelli. Fótbolti 12. september 2023 10:30
Myndaveisla frá glæstum sigri Íslands á Bosníu í gær Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann í gærkvöld dramatískan 1-0 sigur á landsliði Bosníu & Herzegovinu í leik liðanna í undankeppni EM 2024. Alfreð Finnbogason skoraði eina mark leiksins í uppbótatíma seinni hálfleiks. Fótbolti 12. september 2023 07:30
Dagskráin í dag: U21 árs landsliðið hefur leik í undankeppni EM Nú sem endranær er hægt að finna fjölbreytta dagskrá á sjónvarpsstöðvum Stöðvar 2 Sport. Sport 12. september 2023 06:01
Sjáðu dramatískt hetjumark Alfreðs sem tryggði Íslandi langþráðan sigur Alfreð Finnbogason reyndist hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í kvöld þegar liðið vann sætan 1-0 sigur á Bosníu & Herzegovínu. Fótbolti 11. september 2023 22:02
Portúgalar niðurlægðu Íslandsbanana Portúgalar áttu ekki í neinum vandræðum í leik sínum gegn Lúxemborg í J-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2024 í kvöld. Lokatölur í Portúgal 9-0 sigur heimamanna. Fótbolti 11. september 2023 21:37
Åge eftir sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands: „Ég elska þennan hóp“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir dramatískan sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í kvöld hafa mikla þýðingu fyrir leikmannahópinn. Hann segist hafa tekið mikla taktíska áhættu er leið á leikinn, hún borgaði sig. Fótbolti 11. september 2023 21:32
Alfreð: Maður fagnar eins og asni Alfreð Finnbogason reyndist hetja Íslendinga í kvöld þegar Bosnía og Herzegovína var lagt af velli með einu marki. Alfreð kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast. Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn. Fótbolti 11. september 2023 21:24
„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. Sport 11. september 2023 21:20
Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Fótbolti 11. september 2023 20:54
Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Fótbolti 11. september 2023 20:45
Umfjöllun og myndir: Ísland - Bosnía og Hersegóvína 1-0 | Alfreð tryggði sætan sigur Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. Fótbolti 11. september 2023 20:40
Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“ Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. Fótbolti 11. september 2023 20:39
Króatar í kjörstöðu eftir sigur á Armenum Karlalandslið Króatíu í fótbolta er í ansi góðum málum í undankeppni EM eftir eins marks sigur á Armeníu á útivelli í kvöld. Fótbolti 11. september 2023 18:00
Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Fótbolti 11. september 2023 17:34
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Fótbolti 11. september 2023 12:02
Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. Fótbolti 11. september 2023 10:30
„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Fótbolti 11. september 2023 09:01
Mitrovic skoraði þrennu í sigri Serba Aleksandar Mitrovic skoraði öll mörk Serba þegar liðið vann Litáen 1-3 í G-riðli í undankeppni EM 2024 í fótbolta karla í Kaunas í kvöld. Fótbolti 10. september 2023 21:09
Holland snéri taflinu sér í vil í Dyflinni Holland bar 1-2 sigur úr býtum þegar liðið sótti Írland heim á Aviva-völlinn í Dyflinni í undankeppni EM 2024 í kvöld. Liðin eru í baráttu um annað sætið í riðlinum. Fótbolti 10. september 2023 20:53
Højbjerg kom danska liðinu til bjargar Pierre-Emile Højbjerg reyndist danska karlalandsliðinu í fótbolta gulls ígildi þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á móti Finnlandi í undankeppni EM 2024 á Ólympíuleikvangnum í Helsinki i dag. Fótbolti 10. september 2023 18:05
„Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga“ Åge Hareide segir mikilvægt að hlúa að leikmönnum sem gera mistök í leikjum. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu á morgun. Fótbolti 10. september 2023 16:46
Flick rekinn átta mánuðum áður en Þjóðverjar halda EM Hansi Flick hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu. Þjóðverjar eru gestgjafar Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Fótbolti 10. september 2023 15:07
Íhugar að skipta um landslið Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum. Enski boltinn 10. september 2023 11:31
„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Fótbolti 9. september 2023 23:30
Farið að hitna verulega undir Hansi Flick eftir skell gegn Japan Þýskaland fékk skell gegn Japan í dag 1-4 í æfingaleik. Þýskaland heldur Evrópumótið næsta sumar og tekur því ekki þátt í undankeppni EM. Sport 9. september 2023 22:00