Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Á­hyggjur af Álfta­nesi

Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“

Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green.

Körfubolti
Fréttamynd

„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“

Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Lárus: Það er best að hitta þá ekki eftir svona leik

Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, Lárus Jónsson, var að vonum súr og svekktur með niðurstöðuna úr leik sinna manna gegn KR en svekktastur var hann með hvað hans menn lögðu í leikinn. Sem var ekki mikið að hans mati. Leikurinn endaði með sigri KR 92-97 og var þetta fyrsta tap Þórs í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir reif til sín flest frá­köst

Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Union Mons-Hainaut áttu í vandræðum með að setja niður körfur í kvöld og töpuðu gegn Spirou, 60-50, í hollensk-belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti