Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Náttúran, næringin og endur­gjöfin

Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni.

Skoðun
Fréttamynd

Drögum vagninn í mark

Loftlagsmálin hafa verið í brennidepli undanfarin ár og snerta í raun alla anga samfélagsins á einn eða annan hátt. Öll erum við til dæmis látin flokka heimilissorpið með ítarlegri hætti en áður og atvinnulífið vinnur af miklum móð til að mæta metnaðarfullum og lögfestum markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópu­sam­bands­ríkin drógu úr losun þrátt fyrir hag­vöxt

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæplega þrjú prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið á tímabilinu samkvæmt nýjum tölum evrópsku hagstofunnar Eurostat. Hún jókst þó í sex ríkjum, þar á meðal Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.

Erlent
Fréttamynd

Ari Helg­a­son: Fjár­fest­ing­ar vís­i­sjóð­a í loft­lags­tækn­i far­ið hratt vax­and­i

Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition.

Innherji
Fréttamynd

Kanna hvort fleira eigi þátt í methita

Vísindamenn skoða nú möguleikann á því hvort að fleiri þættir en loftslagsbreytingar af völdum manna og El niño-veðurfyrirbrigðið beri ábyrgð á fordæmalausum hita í sumar. Risaeldgos í Kyrrahafi og minni skipamengun er á meðal þess sem kemur til greina.

Erlent
Fréttamynd

Öflugt jökul­hlaup skolaði burt heilu húsunum

Engan sakaði þegar jökulhlaup hreif með sér íbúðarhús við bakka Mendenhall-árinnar í Juneau í Alaska í Bandaríkjunum um helgina. Hlaupið var mun kröftugra en fyrri flóð sem hafa orðið á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt app lætur vita hve­nær maturinn rennur út

Nýtt app gerir fólki kleift að sporna við matarsóun á heimilinu með því að fylla allt inn sem er til á heimilinu og skrá hvenær það rennur út. Appið lætur svo vita. Minnkar rusl og sparar pening segir hönnuður appsins, sem er aðeins 11 ára.

Innlent
Fréttamynd

Hitinn í methæðum í mánuð

Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt.

Erlent
Fréttamynd

Júlí gæti orðið heitasti mánuðurinn í 120 þúsund ár

Sérfræðingar frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni og Loftslagsstofnun Evrópusambandsins spá því að júlímánuður verði sá heitasti síðan mælingar hófust. Hitabylgjur hafa riðið yfir víða um heiminn og gróðuredar hafa logað á allnokkrum stöðum í júlímánuði. 

Erlent
Fréttamynd

„Eitt­hvað sem við munum aldrei gleyma“

Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Innlent
Fréttamynd

Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír

Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.

Erlent
Fréttamynd

Ó­skemmti­leg skemmti­ferða­skip

Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Skoðun
Fréttamynd

Heima­gert ekki endi­lega betra

Það er ekki launungarmál að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Einföldun regluverks og aukið gagnsæi við ráðstöfun opinberra fjármuna í þágu loftslagsmarkmiða eru mikilvægar vörður á leið okkar að loftslagsmarkmiðum Íslands.

Skoðun