Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Öskrandi stað­reynd

Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða.

Skoðun
Fréttamynd

Í nafni frelsis og valdeflingar

Nú hafa 11 þingmenn Sjálfstæðisflokksins mælt fyrir frumvarpi sem í orði kveðnu snýst um vernd félagafrelsis á íslenskum vinnumarkaði. Í ræðu og riti fara þingmenn flokksins mikinn um samanburð við hin Norðurlöndin og mikilvægi þess að við stöndum þeim jafnfætis.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra skilur ekki skil­mála í­búða­bréfanna

Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum.

Skoðun
Fréttamynd

Betri framtíð fyrir börnin okkar

Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. 

Skoðun
Fréttamynd

Blaða­manna­fundurinn sem þurrkaði upp milljarða

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun
Fréttamynd

And­stæðingur stéttar­fé­laga?

Frelsi launafólks til að velja sér stéttarfélag hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið, bæði á Alþingi og í samfélaginu í kjölfar frumvarps til laga um félagafrelsi á vinnumarkaði sem við þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðum nýlega fram.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir gæta hags­muna launa­fólks?

Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk færir störf

Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri.

Skoðun
Fréttamynd

Kvennafrí

Í dag eru 47 ár frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis. Kvennafrídagurinn sýndi mátt kvennasamstöðunnar í verki.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­yrkja og aldraða að lífs­kjara­borðinu

Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum.

Skoðun
Fréttamynd

Halldór fer með rangt mál

Í aðdraganda kjarasamninga er því iðulega haldið fram að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. Slíkar fullyrðingar hafa verið settar fram frá fjármálahruni óháð stöðu efnahagslífs, bæði í uppsveiflu og niðursveiflu.

Skoðun
Fréttamynd

Verða konur fyrir for­dómum í heil­brigðis­kerfinu?

Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna stjórnar (og stjórnar­and­stöðu) í hælis­leit­enda­málum

Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin.

Skoðun
Fréttamynd

Endalaus hryllingur

Úkraínska þjóðin berst af mikilli hörku, dugnaði og þrautseigju fyrir lífi sínu og frelsi sínu. Hræðilegar árásir Rússa á Úkraínu ekki bara á hernaðarmannvirki heldur á almennaborgara, verslunarmiðstöðvar, sjúkrahús og leikvelli sýnir meiri grimmd og hrylling en hægt væri að ímynda sér.

Skoðun
Fréttamynd

Sveltistefna

Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er afreksíþróttastefnan?

Íslenskt afreksíþróttafólk hefur síðastliðinn áratug reglulega vakið athygli á slæmri fjárhags- og réttindastöðu sinni. Íþróttafólkið sem fyllir okkur stolti á alþjóðavettvangi býr við tekjuóöryggi og á nær engan rétt í kerfinu, til aðgangs að sjúkrasjóðum, fæðingarorlofs, lífeyrisréttinda eða annars stuðnings sem launafólk álítur sjálfgefinn. Íþróttahreyfingarnar hafa líka jafn lengi kallað eftir heildstæðri stefnu í málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Sama hvaðan gott kemur

Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur.

Skoðun
Fréttamynd

Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður

Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4.10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðvum okrið á leigj­endum

Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Hver vit­leysan rekur aðra

Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum upp í Kópavogi

Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­lag í kjöl­far náttúru­ham­fara

Áskoranir hafa alla tíð fylgt sambúð við náttúruöflin á Íslandi og um nýliðna helgi glímdu landsmenn sannarlega við þau. Illviðri gekk yfir, mikill vindstyrkur sem sumstaðar fylgdi mikil úrkoma og há sjávarstaða. Þetta leiddi til margs konar tjóns s.s. skriðufalla á Vestfjörðum, flóða á Akureyri, skemmda á uppskeru og gríðarlegs foktjóns. 

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­bært að lengja fæðingar­or­lof

Samfélag sem vill hlúa vel að börnum og foreldrum gerir sennilega einna mesta gagn með því að halda vel utan um barnafjölskyldur á fyrstu árum í lífi barna. Þegar börnin eru lítil, foreldrarnir yngri, fjárhagur oft viðkvæmari og álagið hvað mest. Umræðan um hvernig á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er áratugagömul.

Skoðun
Fréttamynd

Hið opinbera klekkir á einkaaðilum

Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda.

Umræðan