

Skóla- og menntamál
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Það eiga allir séns
Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar.

Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið
Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins.

Skúffuskýrslan sem lifði af
Í aðdraganda kosninga hefur lítið farið fyrir áherslu á menntamál. Einn flokkur hefur sett fram sérstaka stefnu um menntamál meðan aðrir eru með stefnur á heimasíðu sem líta ekki illa út á blaði en ólíklegt er að þær hafi verið kostnaðarmetnar.

Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga
Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð.

Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra
Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október.

Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall
Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir.

Dæmisaga úr raunveruleikanum
Samtök íslenskra sveitarfélaga ákváðu í sameiningu að leggja ljósleiðara um öll sveitarfélög.

Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði?
Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar.

Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar
Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan.

Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS
Í dag er 11. virki dagurinn síðan KÍ boðaði til verkfalls í 9 skólum á landinu. Einn þessara skóla er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki, en 2ja ára dóttir mín byrjaði þar í lok ágúst.

Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun
Árið 2015 voru samþykkt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Það skuldbatt okkur að uppfylla þau. Markmið 4.6 segir : Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna, bæði karlar og konur, hafi náð tökum á lestri og skrift og öðlast talnaskilning.

Leikskólaverkfall - slæmur draumur
Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir.

Meiri árangur…fyrir útvalda
Í umræðu um slaka námsgetu íslenskra barna hefur mikið borið á þeirri hugmynd að taka upp samræmd próf aftur og þau sveipuð rósrauðum fortíðarsjarma. Samræmd próf eru börn síns tíma og geta stuðlað að miklum ójöfnuði.

Hagaskóli vann Skrekk
Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá
Enn eru þrjú börn inniliggjandi á Barnaspítalanum vegna E. coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði. Tvö eru á legudeild og eitt á gjörgæslu. Barnið er ekki í lífshættu að sögn Valtýs Stefánssonar Thors yfirlæknis á barnaspítala Hringsins. Sjóvá hafa borist tilkynningar og fyrirspurnir vegna veikindanna en Félagsstofnun stúdenta er bótaskyld vegna þeirra.

Verstu kennarar í heimi
Nú standa yfir verkföll allra aðildarfélaga KÍ, verkföll sem dreifast milli sveitarfélaga og skólastiga, í mislangan tíma. Hér í mínu bæjarfélagi, Seltjarnarnesi, eru kennarar í leikskólanum í verkfalli. Ótímabundnu. Í því felst mikil lífsgæðaskerðing fyrir börnin og gífurlegt rask fyrir foreldra og aðstandendur þeirra.

Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf
Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál.

Það er ekki allt að fara til fjandans!
Af hverju tölum við niður kennara og annað starfsfólk sem vinnur með börnunum okkar?

Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri
Freyja Rós Haraldsdóttir, kennari, jafnréttisfulltrúi og gæðastjóri við Menntaskólann á Laugarvatni, hlaut hvatningarverðlaun Dags gegn einelti sem afhent voru á föstudaginn. Valið var úr innsendum tilnefningum.

„Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega?
Ég hef velt þessu fyrir mér frá því að ég heyrði forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, nota þetta orðatiltæki í viðtali í kvöldfréttum á föstudagskvöld. Þar lýsti hann vonbrigðum yfir því að KÍ og félag lækna væru að þenja sig í kjarabaráttunni. Hann nefndi þessar stéttir ekki með nafni en það var augljóst um hvaða stéttir hann var að ræða.

Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla
Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri.

21 blár
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með.

Eru kennaralausir skólar framtíðin?
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð.

Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki
Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu:

Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall
Félagsmenn verkalýðsfélagsins Hlífar sem starfa á leikskólum Hafnarfjarðar greiða ný atkvæði um verkfall. Verði tillagan samþykkt fara starfsmenn í verkfall í tvo sólarhringa á tímabilinu 21. nóvember til 5. desember.

Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands
Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum.

Ætla ekki að slíta viðræðum
Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar hjá samninganefndum kennara og ríkis og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambands Íslands segir sáttasemjara hafa metið stöðuna þannig að ekki sé ástæða til að boða til fundar að svo stöddu.

Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.

Verðmæti leikskólans
Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna.

Að segja bara eitthvað
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga.