Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025

„Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur.“

Skoðun
Fréttamynd

Verk­föll hafin í sex skólum

Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföll skella á

Verkföll eru skollin á í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla en fleiri vofa yfir takist kennurum, sveitarfélögum og ríkinu ekki að ná saman. Fréttastofa tók saman hvar og hvenær verkföllin fyrirhuguðu eru.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissa um verk­föll eftir frestunarbeiðni

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir fresti til hádegis á morgun til að tilkynna afstöðu sína til innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Fresturinn er háður samþykki kennara. 

Innlent
Fréttamynd

Kennarar sam­þykkja innanhússtillögu

Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Segir menntuð fífl hættu­leg fífl

Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir Þor­gríms séu litaðar van­þekkingu og for­dómum

Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur segja Þorgrím Þráinsson miðla eitraðri jákvæðni og skaðlegri einstaklingshyggju til grunnskólabarna. Þorgrímur sagði í viðtali við Kastljós í gær að kvíði væri orðinn samheiti yfir feimni, áhyggjur og óöryggi og allt væri leyst með því að gefa börnum pillur.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnar­á­kvæði stendur í fólki

Kennarar og sveitarfélög eiga enn í rökræðum varðandi launalið kjarasamninga og sömuleiðis uppsagnarákvæði sem sveitarfélögin vilja ekki sjá inni í kjarasamningum. Eining er um framtíðarsýn kennslustarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Þurfi að leggja meira í skóla án að­greiningar svo stefnan virki

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Innlent
Fréttamynd

Gulur, rauður, blár og B+

Aðalnámskrá grunnskóla (ANG) er leiðarvísir skólanna að námi barna. Þessi leiðarvísir er ónýtur. Kennarar reyna að vinna eftir leiðarvísi sem ómögulegt er að vinna eftir. Það er mjög íþyngjandi að mæta í vinnuna dag hvern og kljást við óskiljanlega orðasúpu.

Skoðun
Fréttamynd

Í hverjum bekk býr rit­höfundur – Ís­land, land lifandi ævin­týra

Í hjarta Vestfjarða, á Þingeyri, kviknaði djörf framtíðarsýn – að gera Ísland að miðpunkti ævintýrasagna fyrir börn um allan heim. Í samstarfi grunnskólans og Draumasmiðjunnar fengu ungir nemendur einstakt tækifæri til að skapa sínar eigin sögur og hanna söguhetjur, sem urðu að leikföngum saumuðum eftir þeirra eigin teikningum.

Skoðun
Fréttamynd

Vill aukna fjöl­breytni í lögregluna: „Okkar við­skipta­vinir eru alls konar“

Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Hug­leiðingar um virðismat kennara

Nú er sagt að virðismeta eigi störf kennara. Ritara þykir það áhugavert þegar störf eru virðismetinn og fylgdist þess vegna vel með þegar helstu sérfræðingar þessa lands, þ.e. kjararáð, virðismátu störf ýmissa stétta.

Skoðun
Fréttamynd

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

Lífið
Fréttamynd

Að byggja upp öfluga og flotta leik­skóla til fram­tíðar

„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Segir búið að teikna upp að­gerðir og boðar til auka­fundar

Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Innlent