Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hraðinn á fólks­fjölguninni valdi vaxtaverkjum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár

Innlent
Fréttamynd

Þegar óttinn ræður för

Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta.

Skoðun
Fréttamynd

Meira sund!

Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

„Nammið í rútunni vont“

Lítið fer fyrir þingmönnum í ræðupúlti Alþingishússins því nú fer í hönd kjördæmavika. Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, fær ekki að fara með Sjálfstæðisflokknum hringferð um landið.

Innlent
Fréttamynd

Breyta fyrir­komu­lagi sund­lauga á rauðum dögum

Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið

Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö eyru og einn munn

„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­lengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínu­menn

Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir <3 Trump

Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við að banna síma í skólum?

Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga.

Skoðun
Fréttamynd

Skýr flokks­lína í út­lendinga­málum

„Frumvarpið er afleitt. Það er því ekki hægt að kenna einum stjórnmálamanni um harðneskjulega stefnu í útlendingamálum. Flokkslínan virðist skýr.” Þetta voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar árið 2019 þegar breytingar á útlendingalögum voru lagðar fram, í fyrsta skipti af fimm.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fallið kalli á heildar­endur­skoðun

Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land er upp­selt“

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vilja stöðva flæði fólks til landsins sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Hún fullyrðir að Ísland taki á móti of mörgum og segist vilja undanþágu frá Schengen samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunar­tíma

Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ungir fast­eigna­eig­endur tapi öllu við uppkaup ríkisins

Ungir fasteignaeigendur sem keyptu nýverið sína fyrstu eign í Grindavík tapa margir hverjir öllu sínu eigin fé og koma út í milljóna tapi við uppkaup ríkisins að sögn Grindvíkings. Hann vill að ríkisstjórnin geri meira til að grípa unga kaupendur. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki spennt fyrir lokuðum bú­setu­úr­ræðum

Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni lét full­trúa Rússa heyra það vegna Navalnís

Forstöðumaður sendiráðs Rússlands í Reykjavík var kallaður í utanríkisráðuneytið í dag þar sem honum var gerð grein fyrir afstöðu Íslands vegna dauða Alexei Navalní. Afstaðan er einföld; Ísland fordæmir meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem leiddi til andláts hans í síðustu viku.

Innlent