Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sigurður Ingi segir skort á sál­fræðingum vanda­mál

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata beindi spurningu til Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum; hvort hann sæi ekki eftir því að hafa ekki tryggt nægilegt fjármagn 2020 til þess að vinna að andlegri líðan. Sigurður Ingi sagði vandann meðal annars þann að skortur væri á sálfræðingum.

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey ekki undir feldi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Innlent
Fréttamynd

Erfið um­ræða sem fólk hafi veigrað sér við að taka

Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í tilkynningu segir að málþinginu sé ætlað að vera samtalsvettvangur um fóstur- og nýburaskimanir og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframframförum á þessu sviði, auk þess sem áleitnum siðferðilegum álitaefnum verður velt upp.

Innlent
Fréttamynd

Ringul­reið á lána­markaði

Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Jó­dís fer fram gegn Guð­mundi Inga í vara­for­mann VG

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var.

Innlent
Fréttamynd

Býður sig ekki fram til for­manns og styður Svan­dísi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún skýst upp fyrir Katrínu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er sá ráðherra sem landsmenn telja hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er sá sem talinn er hafa staðið sig verst.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni fundaði með Guterres

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York.

Innlent
Fréttamynd

Gætum við verið betri hvert við annað?

Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir hækkun Moo­dy´s er láns­hæfi Ís­lands einum flokki neðar en Bret­lands

Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Vonar að sveitar­fé­lögin leysi úr NPA-vandanum

Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. 

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festing í há­skólum

Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt.

Skoðun
Fréttamynd

Orkunýlendan Ís­land?

Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar Þór á leið í nýjan flokk

Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst tilkynna eftir helgi hvaða flokk hann fari í framboð fyrir. Hann hafi íhugað stofnun nýs flokks en það væri erfitt í núverandi ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Anton Sveinn McKee til liðs við Mið­flokkinn

Anton Sveinn McKee, fyrrverandi sundmaður og Ólympíufari, hefur verið kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi sem stofnuð var 20. september síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Maður margra storma í­hugar stöðu sína

Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Stofna náms­styrk á sviði um­hverfis­mála í nafni Ellýjar

Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs.

Innlent