„Mér finnst þetta fullmikið“ „Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val. Körfubolti 22. apríl 2024 11:31
Fær þriggja leikja bann fyrir pungspark á Hlíðarenda Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt David Guardia Ramos, leikmann Hattar í Subway deild karla, í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í þriðja leik Vals og Hattar í úrslitakeppni deildarinnar á dögunum. Frá þessu er greint á vef KKÍ núna í morgunsárið. Körfubolti 22. apríl 2024 10:17
Þórsarar unnu oddaleikinn og halda áfram í undanúrslit Þór vann Skallagrím 85-80 í oddaleik í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Körfubolti 20. apríl 2024 21:01
„Ég elska Keflavík og ég elska Ísland“ Keflavík tók forystuna á ný í kvöld þegar þeir höfðu betur gegn Álftanes 88-84 í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum Subway-deild karla í körfubolta. Remy Martin var frábær í liði Keflavíkur og var ánægður með svar sinna manna eftir tap í leik tvö. Körfubolti 19. apríl 2024 22:30
„Særð dýr eru hættulegustu dýrin“ Svavar Atli Birgisson var stoltur af sínu liði eftir frammistöðu kvöldsins gegn Grindavík þó lið Tindastóls hafi fallið úr leik í 8-liða úrslitum. Hann viðurkenndi að tímabilið væri búið að vera erfitt. Körfubolti 19. apríl 2024 21:48
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Álftanes 88-84 | Keflvíkingar tóku forystuna í hörkuleik Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit. Körfubolti 19. apríl 2024 21:25
„Fínt að enda þetta þannig að fólk fái eitthvað fyrir peninginn“ „Ég er bara mjög ánægður að við séum komnir í gegn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2017 sem við förum í gegnum fyrstu umferðina,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir að hans menn sópuðu Íslandsmeisturum Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar. Körfubolti 19. apríl 2024 21:16
Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 91-89 | Íslandsmeisturunum sópað úr leik í Smáranum Grindvíkingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. Þetta varð ljóst eftir að liðið vann Tindastól í þriðja sinn í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Körfubolti 19. apríl 2024 20:45
„Með því glórulausasta sem ég hef séð“ Það er um fátt annað rætt í körfuboltaheiminum í dag en pungspark David Ramos, leikmanns Hattar, í leik Vals og Hattar í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag. Körfubolti 19. apríl 2024 13:02
„Hlakka rosalega til að sjá troðfullt hús á mánudaginn“ Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðana í 8-liða úrslitum í Subway-deild karla í kvöld. Liðin voru jöfn með sitthvorn sigurinn fyrir leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld en Þór Þ. tók forystu í einvíginu með 107-110 sigri hér í kvöld eftir framlengingu. Körfubolti 18. apríl 2024 22:26
Booker um sparkið í stellið: „Partur af körfuboltanum en þetta var allt of mikið“ Frank Booker kenndi sér enn meins í klofinu þegar hann mætti í viðtal eftir 94-74 sigur Vals gegn Hetti. Körfubolti 18. apríl 2024 22:20
Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-110 | Þórsarar sigri frá undanúrslitum Þór Þorlákshöfn er komið 2-1 yfir í einvígi sínu við Njarðvík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta eftir magnaðan sigur í framlengdum leik í Ljónagryfjunni. Körfubolti 18. apríl 2024 21:40
Uppgjörið: Valur - Höttur 94-74 | Valsmenn taka forystuna í einvíginu Valur vann 94-74 gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 18. apríl 2024 21:00
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Körfubolti 18. apríl 2024 20:22
Lét leikmenn Tindastóls heyra það: Fólk hérna á þetta ekki skilið Titilvörn Tindastóls hefur verið ein sú lélegasta í sögunni og aðeins algjör hugarfarsbreyting og söguleg endurkoma getur bjargað úrslitakeppninni hjá liðinu. Kannski væri góð byrjun að hlusta aðeins á sérfræðing Körfuboltakvölds. Körfubolti 18. apríl 2024 08:31
Arnór átti Play leiksins: „Hann var stórkostlegur“ Arnór Tristan Helgason átti heiðurinn að „Play leiksins“, það er að segja atvikinu sem stóð upp úr í sigri Grindavíkur gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Körfubolti 16. apríl 2024 16:46
Óli var búinn að vara við: „Ef þeir syngja um mig þá kveikir það í mér“ Ólafur Ólafsson var frábær á Sauðárkróki í gær þegar Grindavík fór illa með Íslandsmeistara Tindastóls og komst í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 16. apríl 2024 15:32
Kjartan Atli sló metið sem þjálfari sem hann setti sem leikmaður Álftnesingar settu nýtt met í úrslitakeppni karla í körfubolta í gær með því að vinna stærsta sigurinn í fyrsta heimaleik félags í sögu úrslitakeppninnar. Körfubolti 16. apríl 2024 12:00
Uppgjör: Tindastóll - Grindavík 88-99 | Gulir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistarar Tindastóls eru með bakið upp við vegg eftir annað tapið í röð gegn Grindavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Grindavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Körfubolti 15. apríl 2024 21:30
„Þeir náðu svolítið að snúa þessu í sinn leik“ Pétur Ingvarson, þjálfari Keflavíkur, var með einfalda og beinskeytta skýringu á því hvað hefði klikkað í kvöld þegar liðið tapaði 77-56 gegn Álftanesi, en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta og níu í þeim fjórða. Körfubolti 15. apríl 2024 21:30
„Svona leikir eru leikir andans“ Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. Körfubolti 15. apríl 2024 21:16
Uppgjör, viðtöl og myndir: Álftanes - Keflavík 77-56 | Nýliðarnir jöfnuðu metin í einvíginu Álftnesingar léku sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppni efstu deildar karla í körfubolta í kvöld og voru greinilega mættir til að selja sig dýrt og verja heimavöllinn en Keflvíkingar skoruðu aðeins sex stig í fyrsta leikhluta. Körfubolti 15. apríl 2024 20:40
Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Körfubolti 15. apríl 2024 15:30
Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár. Körfubolti 15. apríl 2024 15:01
Sjáðu magnaðan hetjuþrist Tómasar í Þorlákshöfn Tómas Valur Þrastarson svo gott sem tryggði Þór Þorlákshöfn sigur gegn Njarðvík í gærkvöld með sannkölluðum hetjuþristi á ögurstundu, í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 15. apríl 2024 10:30
„Menn þorðu ekki að taka af skarið“ Benedikt Guðmundsson var sáttur við sumt og ósáttur við annað þegar lið hans, Njarðvík, laut í lægra haldi gegn Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2024 23:24
Verðskulduðum ekki að komast nær en við gerðum Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sagði Hött hafa verðskuldað sigurinn í kvöld. „Fyrst og fremst var frammistaða Hattar töluvert betri en okkar í kvöld,“ svaraði hann aðspurður um hvað hefði ráðið úrslitum leiksins. Körfubolti 14. apríl 2024 22:04
„Má ekki anda á Milka inni í teig“ Lárus Jónsson var ánægður frammistöðu sinna leikmanna þegar Þór Þorákshöfn lagði Njarðvík að velli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Iceland Glacier-höllinni í Þorlákhshöfn í kvöld. Lárus var hins vegar ekki sáttur við hversu mörg vítaskot Njarðvík fékk í leiknum. Körfubolti 14. apríl 2024 22:04
Uppgjörið: Þór Þ. – Njarðvík 95-92 | Sirkusþristur hjá Tómasi Val tryggði sigurinn Þór Þorlákshöfn jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu við Njarðvík í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 95-92 sigri sínum í dramatískum leik liðanna í Iceland Gacier-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2024 21:25
Uppgjör, viðtöl og myndir: Höttur – Valur 84-77 | Heimamenn jöfnuðu metin í einvíginu Höttur jafnaði í kvöld einvígi sitt gegn Val í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið vann viðureign liðanna 84-77 á Egilsstöðum. Höttur réði ferðinni í leiknum og sýndi mikla baráttu en Valur átti áhlaup í lokin. Körfubolti 14. apríl 2024 20:50