Körfuboltakvöld: Tilþrif 13. umferðar komu í Þorlákshöfn Körfuboltakvöld heldur áfram að velja tilþrif hverrar umferðar fyrir sig í Subway-deild karla í körfubolta. Hér að neðan má sjá tilþrif 13. umferðar. Körfubolti 14. janúar 2024 23:00
Allir sammála um að Raggi Nat eigi ekki að fara í bann Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars virðast ætla að draga dilk á eftir sér. Halldór Garðar Hermannsson var með upptökubúnað á sér í leiknum og samtal hans og Ragnars hefur nú ratað inn á borð aganefndar KKÍ. Körfubolti 13. janúar 2024 22:58
Körfuboltakvöld: „Ef ég hefði pissað í hálfleik hefði ég líklega ekki fallið“ Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gær. Þar sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2013. Körfubolti 13. janúar 2024 14:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl.- Stjarnan 98-92 | Þór með frábæra endurkomu gegn Stjörnunni sem skilaði sigri Þór Þorlákshöfn innbyrti sigur á móti Stjörnunni, 98-92, í lokaleik þrettándu umferð Subway deildar karla í körfubolta þegar liðin leiddu saman hesta sína í Iceland Glacier-höllina í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn höfðu haft betur í sjö síðustu deildarleikjum sínum á móti Stjörnumönnum og héldu hreðjartaki sínu á Garðbæingnum áfram. Körfubolti 12. janúar 2024 21:12
„Síðasta mínútan var svolítið grindvísk“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sigur Suðurnesjaliðsins gegn Álftanesi í kvöld. Úrslitin réðust undir lokin eftir að gestirnir höfðu leitt lengst af. Körfubolti 11. janúar 2024 22:16
„Það er ekki óheiðarlegt að tala við vini sína“ Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik. Körfubolti 11. janúar 2024 22:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Álftanes 87-84 | Dramatískur endir í Smáranum Grindvík vann sannkallaðan seiglusigur gegn Álftanes í Subway-deildinni í kvöld. Gestirnir leiddu nær allan tímann en Grindvíkingar náðu sigrinum undir lokin. Körfubolti 11. janúar 2024 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Valur 89-111 | Fimmti sigur Vals í röð Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Þetta var fimmti sigur Vals í röð sem er á toppnum í Subway deildinni. Körfubolti 11. janúar 2024 21:56
„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. Sport 11. janúar 2024 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 81-77 | Hafnfirðingar í hörku botnbaráttu eftir enn eitt tapið Njarðvík lagði Hauka með fjögurra stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Um er að ræða fjórða tap Hauka í röð sem eru í bullandi fallbaráttu um þessar mundir. Njarðvík er aftur á móti í fínum málum í 2. til 3. sæti deildarinnar. Körfubolti 11. janúar 2024 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. Körfubolti 11. janúar 2024 20:18
„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2024 19:52
David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. Körfubolti 11. janúar 2024 12:30
Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Körfubolti 11. janúar 2024 11:01
Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. Körfubolti 10. janúar 2024 21:21
Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Körfubolti 10. janúar 2024 12:32
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Körfubolti 10. janúar 2024 09:31
Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er kastað út í sveit? Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru í skemmtilegan leik í síðasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, gaf sérfræðingunum það verkefni að velja á milli leikmanna. Körfubolti 9. janúar 2024 23:30
Ánægður með ungu strákana í Njarðvík: „Fannst þeir hálfpartinn bera þetta uppi“ Ungu strákarnir í Njarðvíkurliðinu fengu mikið hrós í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 9. janúar 2024 14:30
Tilþrifin: Varnarleikur og trollatröðsla í kjölfarið báru af Að venju var farið yfir Tilþrif umferðarinnar í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar báru frábær varnarleikur og trollatroðsla Keith Jordan í liði Breiðabliks af. Körfubolti 8. janúar 2024 23:31
Körfuboltakvöld: „Regla númer eitt í lífinu“ Keflavík lagði Hamar í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Það var þó ekki það sem vakti athygli í Körfuboltakvöldi heldur þegar Keflavík brunaði upp völlinn en einn af starfsmönnum leiksins stóð á miðjum vellinum eftir að hafa verið að þrífa gólfið. Körfubolti 8. janúar 2024 18:05
Subway Körfuboltakvöld: Átti Milka að fara úr húsi? Subway Körfuboltakvöld hélt áfram göngu sinni á föstudagskvöldið þar sem Stefán Árni og sérfræðingar hans fóru yfir 12. umferð deildarinnar. Körfubolti 7. janúar 2024 23:06
Háleit markmið Hauka verða ekki að veruleika: „Leiðinleg og vond orka yfir þessu liði“ Haukar höfðu háleit markmið fyrir tímabilið í Subway deild karla en finna sig nú öllu nær botninum en toppinum. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds sammæltust um að útlitið væri ekki bjart. Körfubolti 7. janúar 2024 11:31
Sigtryggur Arnar sá fyrsti til að skora þrist í hundrað leikjum í röð Sigtryggur Arnar Björnsson náði mögnuðu afreki í leik Tindastóls á móti Álftanesliðinu í Subway deild karla í gærkvöldi. Körfubolti 6. janúar 2024 11:53
Hörður Axel orðinn stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar Hörður Axel Vilhjálmsson varð í gær stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar í körfubolta þegar Álftanes vann frækinn sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls. Körfubolti 6. janúar 2024 10:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 92 - 101 | Mjúkir Garðbæingar lágu fyrir öflugum Njarðvíkingum Stjarnan og Njarðvík mættust í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Lokaleikir tólftu umferðar í Subway-deild karla fóru fram í kvöld og í allri umhyggjunni voru það Njarðvíkingar sem tóku sigurinn með sér út á Reykjanesbrautina. Körfubolti 5. janúar 2024 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Álftanes 68 - 80 | Nýliðarnir lögðu Íslandsmeistarana Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Körfubolti 5. janúar 2024 23:00
„Man ekki eftir að hafa lent í þessu áður“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur eftir níu stiga sigur gegn Stjörnunni í 12. umferð Subway-deildar karla. Njarðvík náði mest yfir 20 stiga forystu en bauð Stjörnunni upp í dans í á lokakaflanum og komust heimamenn í Stjörnunni yfir í Umhyggjuhöllinni. Njarðvíkurliðið reyndist þó sterkara liðið á svellinu undir lokin og landaði sigri. Körfubolti 5. janúar 2024 22:44
„Mér hefur aldrei liðið jafnvel og í dag“ Álftnesingar sóttu góðan sigur norður yfir heiðar í kvöld gegn Íslandsmeisturum Tindastóls, lokatölur á Sauðarkróki 68-80. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir stigaskori gestanna með 22 stig og virðist vera óðum að finna sitt gamla form eftir þrálát meiðsli. Körfubolti 5. janúar 2024 22:37
„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Körfubolti 5. janúar 2024 22:17