

Subway-deild kvenna
Leikirnir

Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð
Eftir fjögur töp í röð vann Valur 23 stiga sigur á Hamri/Þór, 82-59, í 9. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum
Stjarnan náði í sigur gegn Grindavík í mjög svo kaflaskiptum en æsispennandi leik. Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska en á móti var leikurinn jafn og spennandi fram á lokamínútuna. Lokatölur 63-65 í leik sem hefði getað dottið hvoru megin.

Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar
Þórskonan Madison Sutton var með svakalega þrennu í frábærum sigri sigri norðanliðsins í Bónus deild kvenna í körfubolta í gær.

„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“
Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega.

Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu
Nýliðar Tindastóls unnu magnaðan sigur á toppliði Hauka á Sauðárkróki í kvöld, 90-86, í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Á sama tíma skelltu Þórsarar liði Njarðvíkur á Akureyri, 106-85.

Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni
Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Aþenu í kvöld og fóru að lokum með sigur af hólmi í ansi kaflaskiptum leik, 74-59.

Aþena lagði Grindavík
Aþena lagði Grindavík með átta stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 75-67.

Haukar voru betri í dag
Friðrik Ingi Rúnarsson var að vonum mjög ósáttur með sínar stelpur í Keflavík eftir ósigur gegn Haukum í Ólafssal þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Aðspurður um sín fyrstu viðbrögð var svarið mjög einfalt.

Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum
Haukar tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í 8. umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku heimakonur í Haukum gjörsamlega yfir leikinn og fór með sannfærandi 17 stiga sigur af hólmi. Lokatölur 100-83 Haukum í vil sem tylla sér á toppinn með sigrinum.

Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar
Tindastóll og Þór Akureyri unnu góða útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stólarnir lögðu Stjörnuna á meðan Þórsarar lögðu Hamar/Þór í háspennuleik.

„Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“
Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Njarðvík var búið að vera á flugi fyrir leikinn í kvöld og þær héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu sinn fimmta leik í röð þegar þær lögðu Val af velli 77-67.

Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð
Njarðvík tók á móti Val í IceMar-höllinni í kvöld þegar áttunda umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Liðin eru í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og var það Njarðvík sem hafði betur hér í kvöld með tíu stigum 77-67.

„Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds kvenna segja að það skorti leikgleði hjá Val og hugarfar liðsins sé ekki nógu gott.

Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi
Heimildarþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið. Í fyrsta þætti verður fjallað um ævintýraleg upphafsár um miðbik áttunda áratugarins þegar fyrstu Kanarnir hófu að koma hingað til lands til að leika sem atvinnumenn.

„Þurftu að þora að vera til“
Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld.

Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan
Stjarnan og Þór Akureyri fögnuðu sigri í leikjum sínum í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir
Keflavík vann nauman endurkomusigur í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld en liðið lenti í miklum vandræðum með nýliða Tindastóls.

Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur
Haukar unnu fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Það vantaði lykilmenn í lið Grindavíkur sem gerði gestunum töluvert auðveldara fyrir. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Vonandi hefur fólk horft á eitthvað annað“
Haukar unnu sannfærandi fjórtán stiga útisigur gegn Grindavík 68-85. Þrátt fyrir sigur var Emil Barja, þjálfari Hauka, ekki sáttur með frammistöðu liðsins.

Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð
Njarðvíkurkonur eru komnar á mikla siglingu í Bónus deild kvenna í körfubolta en þær unnu fjórða sigur sinn í röð í kvöld.

„Gaman að vera ekki aumingi“
Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð.

Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel
Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu.

„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“
Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur.

Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann
Grindavík tók á móti Tindastól í Bónus deild kvenna í smáranum í dag. Grindavík vonaðist til þess að byggja ofan á góð úrslit í síðustu umferðum á meðan Tindastóll vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut.

Suðurnesjaliðin með góða sigra
Njarðvík og Keflavík unnu bæði góða sigra í Bónus-deild kvenna í dag. Liðin eru í humátt á eftir Haukum í toppbaráttu deildarinnar.

Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu
Topplið Hauka vann góðan endurkomusigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í dag.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni
Njarðvík bar sigur úr býtum gegn Stjörnunni í Bónus deild kvenna í dag þrátt fyrir mörg áhlaup Stjörnuliðsins.

„Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“
Ein besta körfuboltakonan landsins hefur sett hring utan um leik í bikarkeppninni í dagatalið. Sara Rún stefnir á endurkomu gegn Njarðvík í desember.

Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram.

Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“
Körfuboltakonan Alexis Morris segist aldrei hafa lent í því áður að þjálfari vanvirði hana með blótsyrðum, eins og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur gerði við lok leiks í Bónus-deildinni á þriðjudag. Hún kveðst hafa verið óörugg þegar Friðrik hafi elt hana inn í sal eftir leik.