
Ítalía

Vill fimmtán milljónir frá feðgum vegna klámmyndbanda
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur farið fram á hundrað þúsund evrur í skaðabætur vegna falsaðra klámmynda og myndbanda sem dreift hefur verið af henni á netinu. Fertugur maður og 73 ára faðir hans eru grunaðir um að hafa gert myndböndin og dreift þeim.

Leiðir gönguhópa um Ítalíu - hreyfiferðir Bændaferða njóta mikilla vinsælda
Bændaferðir bjóða upp á fjölbreyttar göngu- og útivistarferðir um ævintýraleg svæði víðsvegar í Evrópu. Vinsældir gönguferða hafa aukist síðastliðin ár enda fátt sem veitir fólki jafn mikið frelsi og að ferðast á tveimur jafnfljótum og njóta þannig að hreyfa sig í fallegu umhverfi í frábærum félagsskap.

Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul
Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini.

Harkaði af sér stunguárás og mætti á völlinn
Aðdáandi enska fótboltaliðsins Brighton sem varð fyrir stunguárás í Rómarborg í gær lét það ekki stöðva sig frá því að mæta á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni.

Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn
Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót.

Stuðningsmenn Brighton stungnir í Róm
Tveir stuðningsmenn Brighton voru stungnir fyrir leik liðsins gegn Roma í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ferðatösku Laufeyjar stolið
Ferðatösku tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar var stolið á Ítalíu. Hún lét það ekki á sig fá og komst heilu og höldnu til Lausanne í Sviss þar sem hún er með tónleika í kvöld.

Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli
Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins.

Ísland í fimmta sæti í veðbönkum
Ísland er nú í fimmta sæti í veðbanka Eurovisionworld um það framlag hvaða lands muni sigra Eurovision í ár. Ísland tók nokkuð stökk eftir að valin voru þrjú lög í seinni undankeppni Söngvakeppninnar í gær. Það voru lög Bashar Murad, Siggu Ózk og Heru.

Ítalskur karlmaður handtekinn á Íslandi grunaður um barnaníð
Tæplega fimmtugur ítalskur karlmaður búsettur á Íslandi hefur verið handtekinn grunaður um að hafa brotið á að minnsta kosti fimmtíu ungum stúlkum.

Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur
Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Albert og félagar unnu Lecce
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa unnu Lecce í Serie A í dag.

Ævintýraleg björgun Íslendings í lífshættu
Neyðartilvik kom upp um borð í ítalska skemmtiferðskipinu Costa Smeralda síðastliðinn miðvikudag þegar Íslendingur um borð veiktist lífshættulega. Þökk sé þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á Ítalíu var honum bjargað naumlega.

Neita að framselja prest sakaðan um morð og pyntingar
Dómsmálaráðherra Ítalíu hefur synjað beiðni Argentínu um að framselja prest sem er sakaður um hræðilega glæpi sem hann á að hafa framið á valdatíð Juans Peróns og herforingjastjórn landsins á þeim tíma.

Kallar eftir myndun Evrópuhers
Antonio Tajani utanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir því að Evrópusambandið myndi her til að sinna friðargæslu og afstýringu átaka. Þetta segir hann í viðtali við ítalska miðilinn La Stampa.

Hútar lýsa yfir ábyrgð á eldflaugaárás í Rauðahafi
Vígasamtök Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á eldflaugaárás sem gerð var á flutningaskip í Rauðahafi fyrr í dag. Þá lýstu samtökin yfir ábyrgð á tilraun til drónaárásar á Ísrael.

Dóttir Eto'os fer í mál við hann og krefst einnar og hálfrar milljónar frá honum
Dóttir Kamerúnans Samuels Eto'o, eins sigursælasta fótboltamanns síðari ára, hefur farið í mál í við hann.

Ferðamenn í Feneyjum féllu í síkið vegna sjálfusýki
Hópur ferðamanna féll ofan í síki í Feneyjum þegar gondólinn sem þau voru um borð í hvolfdi af því þau neituðu að hlýða fyrirmælum ræðarans um að hætta að taka af sér sjálfur og setjast niður.

Ellefu handteknir vegna dreifingar á „falsaðri“ ólífuolíu
Ellefu hafa verið handteknir í aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítalíu og Spáni og hald lagt á rúmlega 5.000 lítra af ólífuolíu. Um er að ræða glæpagengi sem er grunað um að hafa freistað þess að selja unna olíu sem hreina „virgin“ og „extra virgin“ olíu.

„Van Gogh-stjórinn“ tilbúinn að láta „Taívan“ af hendi
Sakborningur í umfangsmiklu dómsmáli á Ítalíu hefur boðið stjórnvöldum landsins eyju sem hann á við strönd Dubai, stærstu borgar Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Það gerir hann í von um að fá vægari dóm.

Sextán leiðtogar Gambino-fjölskyldunnar handteknir
Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og á Ítalíu hafa handtekið sextán meinta leiðtoga Gambino-glæpafjölskyldunnar og samstarfsmenn þeirra. Einstaklingarnir eru grunaðir um svik, fjárkúganir og afskipti af vitnum, svo eitthvað sé nefnt.

Stuðningsmaður PSG stunginn í Mílanó
Stuðningsmaður Paris Saint-Germain sem fylgdi liðinu sínu til Mílanó á Ítalíu fyrir leik í Meistaradeildinni í kvöld fékk að kenna á því í slagsmálum á milli fylgismanna félaganna.

Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað
Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar.

Forsætisráðherra Ítalíu skilinn í kjölfar umdeildra ummæla eiginmannsins
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er skilin við eiginmann sinn til tíu ára, Andrea Giambruno. Frá þessu greindi hún á samfélagsmiðlum í dag.

Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna
Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi.

EM 2028 haldið á Bretlandseyjum en á Ítalíu og Tyrklandi 2032
Englendingar, Skotar, Írar og Walesverjar munu í sameiningu halda Evrópumótið í fótbolta árið 2028 en þetta var endanlega ákveðið á fundi Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA í Sviss í dag. Þá var einnig ákveðið hvar mótið fari fram árið 2032.

Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss
Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær.

Nota lífsýni til að bera kennsl á lík
Enn er ekki búið að bera kennsl á alla þá sem dóu þegar rúta fór fram af brú nærri Feneyjum á Ítalíu í gær. Minnst 21 lést en 39 ferðamenn voru um borð í rútunni. Líklega þarf að nota lífsýni til að bera kennsl á einhver líkanna, þar sem engin skilríki fundust á þeim.

Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu
Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld.

Athæfi manns í beinni útsendingu frá Róm vekur heimsathygli
Stuðningsmaður evrópska úrvalsliðsins á Ryder-bikarnum gat ekki hamið gleði sína er sigur liðsins á mótinu var ljós. Hann tók á rás og fagnaði á sérkennilegan hátt lík og sést í myndskeiði sem farið hefur eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.