
Mexíkó

Lést eftir að hafa fengið rafstraum í heitum potti
Bandarískur karlmaður lét lífið eftir að hafa orðið fyrir rafstuði í heitum potti á íbúðahóteli í borginni Puerto Peñasco í Sonora-ríki í Mexíkó.

Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu.

Skotin nítján sinnum stuttu eftir kosningar
Yolanda Sanchez, bæjarstjóri Cotija í Mexíkó, var myrt nokkrum klukkutímum eftir að Claudia Sheinbaum varð fyrsta konan til að vera kjörin forseti þar í landi á sunnudaginn.

Fyrsta konan og gyðingurinn til að verða forseti Mexíkó
Claudia Sheinbaum varð í gær fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að vera kjörinn forseti Mexíkó. Tvær konur voru í framboði en Sheinbaum hlaut um 58 prósent atkvæða, nærri 30 prósentum meira en Xóchitl Gálvez.

Níu létust á framboðsfundi
Að minnsta kosti níu eru látnir í Mexíkó og um fimmtíu slasaðir eftir að hluti sviðs hrundi í norðurhluta landsins í gærkvöldi.

Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu
Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Ein blóðugasta kosningabarátta í manna minnum
Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum.

Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó
Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum.

Hvetja fólk til að sækja um vegabréfsáritun núna: „Gæti orðið hörmung“
777 dagar eru þangað til HM karla í fótbolta hefst í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þrátt fyrir að svo langur tími sé til stefnu hafa áhyggjur gert vart við sig í bandaríska stjórnkerfinu í kringum skipulag mótsins.

Fékk ellefu leikja bann fyrir geislann úr heiðursstúkunni
Nahuel Guzmán, markvörður fótboltaliðsins Tigres í Mexíkó, fékk þungan dóm frá mexíkanska knattspyrnusambandinu.

Markmaðurinn fullur iðrunar eftir „geislahernað“ sinn úr heiðursstúkunni
Það er þekkt að stuðningsmenn mótherjann séu með leysigeisla í stúkunni sem þeir nota til að trufla andstæðinginn en það þótti skammarlegt þegar sökudólgurinn var kollegi í hinu liðinu.

Þurfti að flýja skotárás í Mexíkó
Eiríkur Viljar Hallgrímsson Kúld lét langþráðan draum rætast fyrir hálfu ári og hélt einn af stað í mótorhjólaferð þvert yfir Bandaríkin, áleiðis til Suður Ameríku. Ferðalagið stendur enn yfir og lokaáfangastaðurinn er Ríó de Janeiro í Brasilíu.

Drápu lögreglumann sem reyndi að stöðva aftöku utan dóms og laga
Æstur múgur barði lögreglumann til dauða sem reyndi að koma í veg fyrir að fólkið dræpi ræningja sem bönuðu leigubílstjóra í Mexíkó. Annar lögreglumaður er alvarlega særður.

Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi
Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta.

„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.

Fresta aftur gildistöku strangra laga í Texas
Ætlanir yfirvalda í Texas í Bandaríkjunum um að handtaka og vísa úr landi hælisleitendum sem farið hefðu yfir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó með ólöglegum hætti voru stöðvaðar í morgun. Það var einungis nokkrum klukkustundum eftir að dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna vísuðu málaferlum vegna laganna aftur til neðra dómstigs en neituðu í leiðinni að koma í veg fyrir gildistöku laganna.

Tveir frambjóðendur myrtir á sama deginum
Tveir frambjóðendur til borgarstjóra í Vestur-Mexíkó voru skotnir til bana í gær. Morð eru mjög tíð víða í Mexíkó í aðdraganda kosninga en morðin voru framin í borginni Maravatio í héraðinu Michoacan, sem er eitt af hættulegri héruðum Mexíkó.

Tugþúsundir mótmæltu aðför forsetans að frjálsum kosningum
Tugir þúsunda mótmæltu á Zocalo-torgi í Mexíkóborg um helgina, tilraunum forsetans Andrés Manuel López Obrador til að grafa undan og veikja El Instituto Nacional Electoral.

Óreiðan á þingi nær nýjum hæðum
Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni.

Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ráðlagði meðlimum þingflokks síns í gærkvöldi að greiða atkvæði gegn nýju frumvarpi um aukna gæslu og hertar aðgerðir á landamærunum við Mexíkó og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og Ísraelum, auk annars.

Fótboltamaður skotinn til bana í miðjum leik
Við heyrum hverja fréttina á fætur annarri um óöld og ofbeldi í Mexíkó og menn virðast hvergi vera öruggir, ekki einu sinni inn á fótboltavellinum.

Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli
Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt.

Chicharito fékk sæta kveðju frá Sir Alex
Mexíkóinn Javier Hernandez er búinn að loka hringnum á löngum ferli sínum.

Semja ekki um landamærin til að grafa ekki undan Trump
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, tilkynnti þingflokki sínum í gær að leiðtogar flokksins væru hættir að reyna að ná samkomulagi við Demókrata um aðgerðir á landamærum ríkisins og Mexíkó. Hann sagði Donald Trump, væntanlegan forsetaframbjóðanda flokksins, vilja keyra á vandanum á landamærunum í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Reggístrákarnir mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum
Rétt í þessu var dregið í undanúrslit CONCACAF Þjóðadeildarinnar eftir að 8-liða úrslit keppninnar kláruðust í gær. Heimir Hallgrímsson mun stýra Jamaíku gegn ríkjandi meisturum mótsins, Bandaríkjunum. Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Panama og Mexíkó.

27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó
Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð.

Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis
Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi.

Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn
Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas.

Tíu látnir eftir að þak kirkju hrundi í Mexíkó
Tíu eru sagðir látnir og um tuttugu aðrir eru fastir undir þaki kirkju sem hrundi í borginni Ciudad Madero í Tamaulipas-ríki í Mexíkó þegar sunnudagsmessan stóð sem hæst í gær.

Eiginkona El Chapo laus úr steininum
Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans.