Tímamót

„Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“
„Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum.

Fanney og Teitur greina frá kyninu
Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning og stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á dóttur.

Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagna 95 ára afmæli sínu í dag. Í rúma hálfa öld hefur hún verið eitt af virtustu og ástsælustu andlitum þjóðarinnar – bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sýningin Skrúði Vigdísar verður opin næstu ellefu daga í Loftskeytastöðinni í tilefni tímamótanna.

Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni
Páskarnir eru á næsta leiti og eru margir þegar farnir í frí, hvort sem það er í sólina erlendis eða í kyrrðina í íslenskri sveitasælu. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið og fögnuðu ýmsum tímamótum í vikunni.

Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur
Kynlífstækjaverslunin Blush fagnaði fjórtán ára afmæli sínu í vikunni með sjóðheitu teiti í verslun þeirra við Dalveg. Í tilefni tímamótanna var ekkert til sparað, og skálað var fram eftir kvöldinu fyrir því að hafa fullnægt landsmönnum í rúman áratug.

Joey Christ og Alma selja íbúðina
Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn
Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins.

„Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“
Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson, sem vinir og fjölskylda kalla Bryn, eru nýlega byrjuð saman eftir að þau kynntust á stefnumótaforritinu Smitten. Vala lýsir þeim sem tækniáhugafólki þar sem þau vinna bæði í tæknigeiranum og deila ástríðu fyrir tölvuleikjum.

Guðni Th. orðinn afi
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er orðinn afi. Dóttir hans og rithöfundur Rut Thorlacius Guðnadóttir og Halldór Friðrik Harðarson, verkfræðingur hjá Wise, eignuðust son í byrjun apríl.

Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins
Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól
Aprílmánuður er genginn í garð, sólin hækkar á lofti og Íslendingar eru augljóslega spenntir fyrir sumrinu. Menningarglaðir Íslendingar sóttu sýningar HönnunarMars í vikunni sem voru haldnar víðs vegar um höfuðborgina. Mikið var um veisluhöld og fögnuði, auk þess sem ferðalög erlendis á heitari slóðir voru áberandi hjá stjörnum landsins.

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafndjúp og margræð áhrif á íslenska menningu og listalíf og Magnús Þór Jónsson – Megas. Nú þegar hann fagnar 80 ára afmæli sínu ber að staldra við og virða fyrir sér þá arfleifð sem hann hefur skilið eftir sig: óhefðbundna og stundum óþægilega spegilmynd af sjálfsímynd þjóðarinnar.

Ása Steinars og Leó greina frá kyninu
Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar Leo Sebastian Alsved eiga von á sínu öðru barni saman. Hjónin tilkynntu í færslu á Instagram í gær að þau ættu von á dreng.

Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið
„Ég er að verða sextugur og mig langaði að fara aðeins óhefðbundna leið og ekki vera með svona hefðbundið afmælishald og ræður,“ segir Skúli Helgason borgarfulltrúi sem vill engar gjafir en biður fólk um að koma í afmælið sitt og láta gott af sér leiða. Sindri Sindrason hitti Skúla í Íslandi í dag í vikunni.

Ástfangin í sextán ár
Hjónin Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri hjá Sjáðu, og Theódór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari KR, fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær.

Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar
Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, og unnusti hennar Travis Raab eru orðin tveggja barna foreldrar. Unnur deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur
Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar
Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir.

Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli
Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu.

Fanney og Teitur eiga von á barni
Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

„Loksins kominn til okkar“
Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson og förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir tóku á dögunum á móti sínu öðru barni í heiminn. Um er að ræða dreng.

Úrslitin komu Höllu ekki á óvart
Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu.

Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf
Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár.

Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“
Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu.

Stórafmælið hefur afleiðingar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fimmtugur í dag. Hann segir það hafa afleiðingar, því nú er hann á leið í smá frí og tekur varaþingmaður sæti hans á þingi á meðan. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvert hann ætli, finnst þetta undarleg tímamót en segir að nú gefist sér tími í bókaskrif.

Ástin blómstrar hjá Steinunni
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið
Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur
Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir og fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson eignuðust sitt annað barn í gær.

Selur íbúðina og flytur til Eyja
Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir hefur sett íbúð sína við Hvassaleiti 30 í Reykjavík á sölu og sagt starfi sínu lausu á Stöð 2. Sem einstæð móðir lítillar stúlku hefur hún ákveðið að flytja til Vestmannaeyja, þar sem fjölskylda hennar býr.

Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona nefndu dóttur sína í dag. Stúlkan fékk nafnið Eilíf Alda en hún er fædd í desember.