Mýrdalshreppur

Fréttamynd

Hlaupið minnkað veru­lega en jökullinn skelfur enn

Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup.

Innlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hvað veldur svo stórum jökul­hlaupum

Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. 

Innlent
Fréttamynd

„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“

Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. 

Innlent
Fréttamynd

„Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“

Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við  þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir ó­vissu­stigi og skipa fólki að yfir­gefa svæðið

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breyttir bændur í Mýr­dalnum hafi ekki efni á mal­biki

Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði.

Innlent
Fréttamynd

Rukkaður um 2800 króna auka­gjald í Reynisfjöru

Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. 

Neytendur
Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent
Fréttamynd

Gekk fram á sofandi ferða­mann á heilsu­gæslunni

Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­hjóla­slys við Sól­heima­jökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:20 í dag vegna fjórhjólaslyss við Sólheimajökul. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Innlent
Fréttamynd

Baðaði sig í Reynisfjöru

Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýtt hjúkrunar­heimili í Vík í Mýr­dal

Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Mýrdalshlaup í þoku og súld

Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun.

Sport
Fréttamynd

93 ára og 90 ára söng­fuglar á Suður­landi

Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal.

Lífið
Fréttamynd

Að hafa á­hrif á nærumhverfi sitt

Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra.

Skoðun
Fréttamynd

Ræða mest mál­efni ís­lenskunnar á fundum ensku­mælandi ráðs

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku.

Innlent
Fréttamynd

Er stór­aukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni?

Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Allt að gerast í Vík í Mýr­dal

Aldrei hefur verið eins mikið byggt af íbúðarhúsnæði í Vík í Mýrdal eins og nú, og þá á að fara að byggja nýjan leikskóla og flytja sveitarstjórnarskrifstofuna í nýtt ráðhús. Þúsundir ferðamanna heimsækja Vík á hverjum degi enda á að fara að stækka verslunarmiðstöðina á staðnum og nýjar verslanir eru að fara að opna.

Innlent