Kynferðisofbeldi

Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir
Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot.

„Blaut tuska í andlitið á þolendum“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni.

Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“
Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur.

„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“
Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin.

Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku
Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann.

Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum
Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa.

Vændi ein birtingarmynd af kynferðisofbeldi
Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar grein 13. ágúst með yfirskriftina „Réttindi fólks í kynlífsvinnu“ þar sem hún hvetur til upplýsts samtals um málefnið. Þeirri áskorun er mér ljúft að taka. Ég mun þó ekki tala um kynlífsvinnu heldur nota orðið vændi, orðið sem mjög mörg þeirra sem stunda eða hafa stundað vændi kjósa sjálf að sé notað.

Segir Guðna og forystu KSÍ vita af umræddu kynferðisofbeldi
„Í mínum huga eru viðbrögð KSÍ sorgleg. Börn og ungmenni eiga meira skilið en að alast upp við það gildi og menningu að ofbeldi sé ekki ámælisvert.“ Þetta segir í grein frá Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, framhaldsskólakennara og forkonu jafnréttisnefndar KÍ. Undir greinina skrifa einnig meðlimir í femínistahópnum Öfgum og hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Segja þær KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag
Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot.

KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum
Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla.

Þolandi stefnir Nicki Minaj
Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir.

Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag.

Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna
Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við.

Getur ekki falið sig á bakvið „auð og vald og hallarveggi“
Hertoginn af York getur ekki falið sig á bakvið „auð og hallarveggi“ og verður að svara þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar fyrir bandarískum dómstólum. Þetta segir lögmaður Virginiu Giuffre, sem hefur sakað Andrés Bretaprins um nauðgun.

Andrés prins kærður fyrir nauðgun
Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul.

Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið
Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum.

Yfirmaður Blizzard hættir störfum
J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum.

Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli
Þessi grein hefur verið fjarlægð að beiðni höfundar.

Mikil ólga eftir ásakanir um „eitraða menningu“ og stanslausa áreitni
Starfsmenn eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims hafa fordæmt forsvarsmenn þess vegna ásakana um eitraða menningu innan veggja fyrirtækisins. Rúmlega þúsund starfsmenn Activision Blizzard skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins við rannsókn yfirvalda í Kaliforníu á starfsmenningu þar og stöðugrar kynferðislegrar áreitni í garð kvenna sem þar vinna eru harðlega gagnrýnd.

Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur
Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn.

Gylfi sagður neita sök
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi.

Gylfi Þór sá sem var handtekinn
Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins.

Dæmdur nauðgari í sex mánaða gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna
Joshua Ikechukwu Mogbolu, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna gruns um nauðgun, hefur verið úrskurðaður í sex mánaða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið.

Tölum um kynferðislega áreitni
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt og ritað um mál ónefnds tónlistarmanns, bæði í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum á samfélagsmiðlum.

Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhaldi, grunaður um þriðju nauðgunina
Kynferðisafbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tvær nauðganir í síðustu viku situr í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina.

Druslugangan handan við hornið
Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið laugardaginn 24. júlí. Gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll þar sem ræður og tónlistaratriði taka við.

Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur
Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur.

Borgar allan lögfræðikostnað fyrir þá sem Ingó lögsækir
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull sem hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter, hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð kann að lögsækja vegna ummæla á netinu um framkomu hans við konur.

Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig!
Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl.