Seðlabankinn

Fréttamynd

Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri

Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgir Ísleifur Gunnarsson er látinn

Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur

Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál.

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“

Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efast um að seðlabankastjóri hafi haft lagaheimild

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur óskað eftir skýringum bankans á samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði fyrir hönd bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

Innlent
Fréttamynd

Stofnanir dragi lærdóm af málinu

Umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands segir upplýsingaleynd of ríkjandi í stjórnsýslunni. Lærdóm þurfi að draga af máli Seðlabankans gegn blaðamanni.

Innlent
Fréttamynd

Óþarfa ótti

Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag.

Skoðun
Fréttamynd

Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins

Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt.

Innlent