Danski boltinn

Samherji Hákons gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu danska boltans
Mohamed Daramy, leikmaður FCK í Danmörku, er eftirsóttur leikmaður en AC Milan er talinn líklegasti áfangastaðurinn.

Capellas kveður svekkta Dani
Flemming Berg, afreksstjóri danska knattspyrnusambandsins, staðfesti í fréttatilkynningu í dag að Albert Capellas sé hættur með U21 árs landslið félagsins.

Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum
Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum.

Freyr úr stúdíóinu í danskan þjálfarastól
Danska knattspyrnufélagið Lyngby staðfesti í dag ráðningu Freys Alexanderssonar. Freyr, sem verið hefur undanfarið sérfræðingur í sjónvarpsþáttunum EM í dag, verður aðalþjálfari Lyngby.

Freyr á að koma Lyngby í efstu deild
Freyr Alexandersson verður aðalþjálfari danska knattspyrnufélagsins Lyngby næstu tvö árin og tilkynnt verður um ráðningu hans í vikunni.

Ísak keyptur til Esbjerg
Ísak Óli Ólafsson mun leika með Esbjerg á næstu leiktíð en danska B-deildarfélagið tilkynnti um komu Ísaks í dag.

Ísak Óli kveður Keflavík og semur við Esbjerg
Ísak Óli Ólafsson mun ekki spila meira með Keflavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu þar sem hann er á leið til Danmerkur til að skrifa undir samning hjá Esbjerg.

Barcelona vill U21-landsliðsþjálfara Dana
Barcelona hefur verið sett sig í samband við U21-árs landsliðsþjálfara, Albert Capellas, um að taka að sér starf innan veggja félagsins. Spænskir fjölmiðlar greina frá.

Óvæntur sigur og Ómar heldur áfram að raða inn mörkum
Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður Magdeburg er liðið tapaði 33-30 fyrir Flensburg-Handewitt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Evrópubolti í Árósum þökk sé Jóni Degi og Grabara
AGF mun leika í Conference League á næstu leiktíð eftir að Árósarliðið vann 5-3 sigur á AaB í úrslitaleik um Evrópusæti Ceres Park í kvöld.

Fimmtán ára sonur Van der Vaarts verður liðsfélagi Andra
Esbjerg skrifaði í dag undir samning við hinn fimmtán ára gamla Damian van der Vaart en pabbi hans er þekktur knattspyrnumaður.

Viktor Gísli og félagar úr leik er Álaborg tryggði sér sæti í úrslitum
Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar, mun sjá lið sitt leika til úrslita í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið lagði Viktor Gísla Hallgrímsson og félaga í GOG í síðari leik liðanna í undanúrslitum í kvöld.

Sautján smitast við að fagna titli Hjartar og félaga
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa greint frá því að sautján manns hafi greinst með kórónuveiruna eftir fagnaðarlætin á og við leikvang Bröndby í kjölfar þess að liðið varð Danmerkurmeistari.

Íhugar að skipta um landslið eftir svekkelsi þriðjudagsins
Daninn Philip Billing er ansi svekktur með að hafa ekki verið valinn í danska EM-hópinn sem var tilkynntur á þriðjudagskvöldið.

Hjörtur lék allan leikinn er Bröndby tryggði sér danska meistaratitilinn
Bröndby varð í dag danskur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti síðan 2005. Landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson lék nær allan leikinn í vörn Bröndby.

Aron Elís lagði upp í öruggum sigri OB
Aron Elís Þrándarson lagði upp eitt af mörkum OB í öruggum sigri á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þá stóð Frederik Schram í marki Lyngby er liðið gerði 2-2 jafntefli við Vejle á útivelli.

Hræðist það ef Hjörtur og félagar verða meistarar
Brøndby getur orðið danskur meistari í fyrsta sinn í sextán ár. Verði það raunin mun allt verða vitlaust í vesturhluta Kaupmannahafnar klukkan rúmlega fimm, að íslenskum tíma í dag.

Elías Rafn lék i tapi gegn Viborg og markasúpa hjá Silkeborg
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

„Mjög stór dagur fyrir mig og mína fjölskyldu“
Hákon Arnar Haraldsson, 18 ára knattspyrnumaður frá Akranesi, hefur skrifað undir samning til fimm ára við danska stórliðið FC Köbenhavn.

Tíu leikmenn Bröndby sóttu sigur og tylltu sér á toppinn þegar ein umferð er eftir
Bröndby lagði AGF í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-1. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF en Hjörtur Hermanns var tekinn af velli í hálfleik í liði Bröndby.

Aron Elís og Sveinn Aron léku í sigri OB
Danska knattspyrnufélagið OB vann 2-1 útisigur á Lyngby í dag. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB en Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum.

„Á skalanum einn til tíu? Mínus 48“
Jess Thorup, þjálfari danska stórliðsins FCK, er ekki að taka við HSV í þýsku B-deildinni þrátt fyrir sögusagnir þess efnis.

Arnar landsliðsþjálfari var í sigti OB
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, var einn af þremur þjálfurum sem danska úrvalsdeildarfélagið OB var með inni í myndinni við val á nýjum þjálfara liðsins.

Jón Dagur skoraði í sigri á meðan Hjörtur nældi sér í gult í tapi
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í 3-1 sigri AGF og Hjörtur Hermannsson byrjaði er Bröndby tapaði 2-1 gegn FC Kaupmannahöfn.

Ólafur hefði verið rekinn sama hvað
Ólafi Kristjánssyni var sagt upp störfum hjá Esbjerg í vikunni eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki vinna sér inn sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Eigendur félagsins hafa nú sagt að Ólafur hefði verið látið taka pokann sinn þó að hann færi upp með liðið.

Stórsigur hjá Silkeborg en Esbjerg steinlá gegn Viborg
Gengi Íslendingaliðanna í dönsku B-deildinni var vægast sagt misjafnt í dag. Silkeborg vann öruggan 4-1 sigur á HB Köge á meðan Esbjerg tapaði 4-0 fyrir Viborg.

Patrik ekki tapað leik og með tveimur liðum upp í einu: „Búið að ganga vonum framar“
Patrik Sigurður Gunnarsson hefur átt algjört draumatímabil í Danmörku í vetur – ekki tapað leik og komið tveimur liðum upp í efstu deild. Hann bíður þess nú spenntur að sjá hvort að lið hans Brentford komist upp í ensku úrvalsdeildina.

Kjartan Henry laus allra mála hjá Esbjerg og á heimleið
Kjartan Henry Finnbogason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska B-deildarliðið Esbjerg og er á heimleið.

Ólafur rekinn frá Esbjerg
Ólafur Kristjánsson hefur verið sagt upp störfum hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Stoðsending frá Ara en búið spil hjá Esbjerg
Íslendingaliðið IFK Norrköping vann 2-0 sigur á AIK er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.