England

Fréttamynd

Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð

Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby.

Erlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að að reyna að bana enn einu korna­barninu

Breski hjúkrunarfræðingurinn Lucy Letby verður leidd fyrir dómara á ný ákærð fyrir tilraun til að drepa enn eitt ungbarnið. Letby var nýlega dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum á sjúkrahúsinu í Chester árunum 2015 og 2016. 

Erlent
Fréttamynd

Bretar banna ban­væna hunda­­tegund

Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. 

Erlent
Fréttamynd

Alræmdi strokufanginn handtekinn

Strokufanginn Daniel Abed Khalife hefur verið handtekinn í London. Hans hafði verið leitað síðan á miðvikudagsmorgun eftir að í ljós kom að hann hafði sloppið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta höfuðborgar Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár milljónir í fundar­laun fyrir stroku­fangann

Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land.

Erlent
Fréttamynd

Mun aldrei sleppa úr fangelsi

Dómari í Bretlandi dæmdi í morgun hjúkrunarfræðinginn Lucy Letby í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa banað sjö börnum og reynt að bana sex til viðbótar á barnadeild sjúkahúss í Chester á árunum 2015 og 2016.

Erlent
Fréttamynd

Hugljúf ástarsaga Arnars og Kamillu

Röð tilviljana leiddi til þess að Örn S. Kaldalóns, kerfisfræðingur og fálkaorðuhafi, kynntist eiginkonu sinni, Kamillu Suzanne Kaldalóns, í Englandi á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann var þá 29 ára og hún rétt rúmlega tvítug. Kamilla fluttist búferlum til Íslands til að vera með Erni sem á þeim tíma þótti nokkuð óvenjuleg og djörf ákvörðun.

Lífið
Fréttamynd

Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólos­seum

Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum.

Innlent
Fréttamynd

Fórnar­lömbin há­skóla­nemar og maður á sex­tugs­aldri

Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli.

Erlent
Fréttamynd

Skipu­lags­yfir­völd ó­sátt við Damon Albarn

Ís­lenski ríkis­borgarinn og popp­stjarnan Damon Albarn á í deilu við sveitar­stjórn í De­von sýslu í suður­hluta Eng­lands vegna varmadælu sem hann hefur komið fyrir utan heimili sitt í sýslunni. Nefndin segir tón­listar­manninn hafa komið dælunni fyrir án leyfis.

Lífið
Fréttamynd

Kastaði haglaskotum í höllina

Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem sagður er hafa kastað haglaskotum og öðrum munum að Buckingham höll. Grunsamlegur poki sem maðurinn var með í fórum sínum var sprengdur í loft upp.

Erlent