Þungunarrof Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Erlent 8.12.2023 12:10 Veruleg fjölgun þeirra sem þurfa að sækja þungunarrof í öðru ríki Konum sem ferðast milli ríkja í Bandaríkjunum til að gangast undir þungunarrof hefur fjölgað verulega frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Erlent 7.12.2023 07:32 Íbúar Ohio samþykkja að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá Gengið var til kosninga víða í Bandaríkjunum í gær, þar sem kosið var um ríkisstjóra, hæstaréttardómara og ýmsar tillögur. Í Ohio bar til tíðinda, þar sem 56,6 prósent íbúa kusu að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins. Erlent 8.11.2023 12:00 Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. Innlent 7.9.2023 06:00 Þungunarrof afglæpavætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. Erlent 7.9.2023 00:03 Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. Innlent 23.8.2023 11:42 Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Erlent 14.8.2023 15:59 „Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02 Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Fréttir 24.6.2023 22:06 New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29 Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Erlent 26.5.2023 11:44 Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42 Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. Erlent 24.5.2023 13:14 Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Erlent 17.5.2023 10:55 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Erlent 13.5.2023 08:43 Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. Erlent 11.5.2023 09:26 Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Erlent 28.4.2023 12:46 Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. Erlent 21.4.2023 23:22 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. Erlent 15.4.2023 23:56 Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32 Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43 Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28 Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Erlent 15.3.2023 10:29 Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Erlent 8.3.2023 08:18 Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Erlent 16.2.2023 07:22 Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Erlent 9.11.2022 10:01 Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. Erlent 19.10.2022 07:53 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Erlent 14.9.2022 12:21 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Saksóknari hótar heilbrigðisstarfsmönnum þvert á úrskurð dómara Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur heimilað konu að gangast undir þungunarrof, jafnvel þótt lög ríkisins heimili það ekki. Talið er að um sé að ræða fyrsta þungunarrofið sem dómstóll leggur blessun sína eftir að Roe gegn Wade var snúið af Hæstarétti. Erlent 8.12.2023 12:10
Veruleg fjölgun þeirra sem þurfa að sækja þungunarrof í öðru ríki Konum sem ferðast milli ríkja í Bandaríkjunum til að gangast undir þungunarrof hefur fjölgað verulega frá því að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Erlent 7.12.2023 07:32
Íbúar Ohio samþykkja að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá Gengið var til kosninga víða í Bandaríkjunum í gær, þar sem kosið var um ríkisstjóra, hæstaréttardómara og ýmsar tillögur. Í Ohio bar til tíðinda, þar sem 56,6 prósent íbúa kusu að festa réttinn til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins. Erlent 8.11.2023 12:00
Óvænt að finna leiðbeiningar til íslenskra kvenna um þungunarrof Á ársgömlum vef um Rauðsokkur er að finna allskonar skjöl, frásagnir, teikningar og myndir frá baráttu Rauðsokka á síðustu öld. Þeirra verður minnst á málþingi í dag. Innlent 7.9.2023 06:00
Þungunarrof afglæpavætt í Mexíkó Hæstiréttur Mexíkó fjarlægði í dag þungunarrof úr alríkishegningarlögum. Mikill fögnuður hefur orðið meðal Mexíkóbúa í kjölfarið. Erlent 7.9.2023 00:03
Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. Innlent 23.8.2023 11:42
Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Erlent 14.8.2023 15:59
„Hjartsláttarfrumvarp“ samþykkt í Iowa Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar. Erlent 12.7.2023 07:02
Mótmælt á dánardægri Roe gegn Wade Boðað var til fjöldafunda víða um Bandaríkin um helgina en í dag var ár liðið frá því að Hæstiréttur landsins felldi úr gildi eigin úrskurð í Roe gegn Wade, sem hafði í marga áratugi tryggt rétt kvenna til þungunarrofs. Fréttir 24.6.2023 22:06
New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd. Erlent 21.6.2023 08:29
Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Erlent 26.5.2023 11:44
Herða lög um þungunarrof í enn einu ríkinu Öldungadeildarþingmenn í ríkisþingi Suður-Karólínu samþykktu í gær að banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Fæstar konur vita að þær eru þungaðar innan sex vikna og er í raun verið að alfarið banna þungungarof í ríkinu en Repúblikanar hafa gripið til sambærilegra aðgerða víða um Bandaríkin. Erlent 24.5.2023 14:42
Fimmtán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunarrofi Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán. Erlent 24.5.2023 13:14
Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Erlent 17.5.2023 10:55
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. Erlent 13.5.2023 08:43
Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. Erlent 11.5.2023 09:26
Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. Erlent 28.4.2023 12:46
Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar bann við þungunarrofslyfi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa áfram þungunarrofslyfið mifepristone á meðan málaferli standa yfir. Dómari í Texas ógilti markaðsleyfi matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) fyrr í mánuðinum. Erlent 21.4.2023 23:22
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. Erlent 15.4.2023 23:56
Flórída bannar þungunarrof eftir sjöttu viku Ríkisþingið í Flórída í Bandaríkjunum samþykkti í gær frumvarp sem gerir þungunarrof ólöglegt í ríkinu eftir sjöttu viku meðgöngu. Ríkisstjórinn Ron DeSantis studdi frumvarpið og þykir samþykktin sigur fyrir hann, sem sagður er stefna á forsetaframboð. Erlent 14.4.2023 07:42
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32
Ógilding markaðsleyfis þungunarrofslyfs vekur ugg Demókratar eru æfir vegna ógildingar dómara í Texas í Bandaríkjunum á markaðsleyfi þungunarrofslyfsins mifepresone. Um sé að ræða stórhættulegt fordæmi. Erlent 8.4.2023 23:43
Dómari afturkallar leyfi FDA fyrir þungunarrofslyfi Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar. Erlent 8.4.2023 08:28
Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Erlent 15.3.2023 10:29
Freista þess að takmarka réttinn til þungunarrofs við sex vikur Þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum ríkisþings Flórída hafa lagt fram frumvörp sem miða að því að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs við sex vikur í stað fimmtán. Erlent 8.3.2023 08:18
Kom í veg fyrir að lögreglu yrði bannað að leggja hald á gögn um tíðahring kvenna Glenn Youngkin, ríkisstjóra Virginíu í Bandaríkjunum, hefur tekist að stöðva framgang frumvarps sem kveður á um að lögreglu sé ekki heimilt að leggja hendur á gögn úr smáforritum sem konur nota til að skrásetja og fylgjast með tíðahring sínum. Erlent 16.2.2023 07:22
Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Erlent 9.11.2022 10:01
Heitir því að festa Roe í lög ef demókratar ná meirihluta Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið því að festa niðurstöðu Roe gegn Wade í lög ef demókratar ná meirihluta í báðum deildum í þingkosningunum sem fara fram í nóvember. Erlent 19.10.2022 07:53
Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Erlent 14.9.2022 12:21