
Verslun

Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“
Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt.

Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir.

Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“
Makkland ehf., sem rak tölvu- og símabúðina vinsælu Macland um árabil, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Eigandinn segir brunann í Kringlunni hafa gert út af við reksturinn. Starfsmenn hafi þegar fengið laun greidd og hann vonist til þess að birgjar fái sitt út úr þrotabúinu.

Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun
Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði.

Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent
Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir.

Best að sleppa áfenginu alveg
Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum.

Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur
Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu.

Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík
Gert er ráð fyrir að Nettó muni opna matvöruverslun í nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð við Vallholtsveg 8 á Húsavík. Reiknað er með afhendingu á árunum 2028 til 2030, en um er að ræða tæplega 1.400 fermetra rými miðsvæðis í bænum.

Verð enn lægst í Prís
Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís.

Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands
Haldið verður upp á opnun endurbætts Raflands í Síðumúla 2 dagana 12. til 15. mars.

Nýir eigendur endurreisa Snúruna
Hönnunarverslunin Snúran verður senn opnuð á ný á nýjum stað af nýjum eigendum. Versluninni var lokað í nóvember síðastliðnum eftir að hafa verið rekin í áratug.

Viðsnúningur í rekstri INNO gæti skilað hluthöfum SKEL „miklum ávinningi“
Það þarf ákaflega lítinn bata í rekstri belgísku verslunarkeðjunnar INNO, sem SKEL keypti á liðnu ári ásamt sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, til að það skili sér í margföldun á hlutafjárvirði þess í bókum fjárfestingafélagsins, að mati hlutabréfagreinanda. Virði óskráðra eigna er lítillega vanmetið í reikningum SKEL og verðmatsgengi á félaginu er talsvert yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu.

„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“
Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila.

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Um helgina koma sjálfstæðismenn saman til fundar til að varða leið flokksins til næstu framtíðar. Samhliða því mikilvæga verkefni að móta stefnu flokksins munu þátttakendur á landsfundi kjósa nýja forystu.

Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng
Stefnt er að því að reisa stærðarinnar hús í Vogum, undir verslun og þjónustu fyrir íbúa Suðurnesja, íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og túrista. Ráðgert er að húsið geti orðið allt að 30 þúsund fermetrar.

Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning
Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa hafa undirritað samrunasamning sem byggir á samkomulagi sem félögin undirrituðu 18. desember síðastliðinn.

Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott?
Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott?

Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru”
Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni.

Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn
Nú er auðveldara en nokkru sinni að skapa rómantíska og eftirminnilega stund fyrir þá manneskju sem skal gleðja. Wolt er með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn og meðal annars í sjóðheitu samstarfi við Blush.

Jóna Dóra til Hagkaups
Jóna Dóra Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin nýr vöruflæðis-og birgðastjóri Hagkaups. Meginhlutverk starfsins er að tryggja áreiðanleika upplýsinga í birgða- og innkaupakerfum Hagkaups. Vöruflæðis- og birgðastjóri starfar þvert á deildir fyrirtækisins. Hún hefur þegar hafið störf.

Matvöruverð tekur stökk upp á við
Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði.

Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein
Viðskiptakonan og bæjarfulltrúinn Brynja Dan Gunnarsdóttir er orðin eini eigandinn að Extraloppunni eftir að hún keypti út hjónin Andra Jónsson og Guðríði Gunnlaugsdóttur sem hafa átt fyrirtækið á móti Brynju frá stofnun fyrirtækisins árið 2019. Brynja þakkar þeim Andra og Guðríði fyrir samstarfið síðustu árin og segir margt spennandi framundan hjá fyrirtækinu, meðal annars er nýtt app á leiðinni sem muni auka þjónustu við viðskiptavinir.

Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi
Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag.

Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni
Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Mayoral til Íslands
Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind
Hagkaup opnuðu í gær Build-A-Bear-bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Fjöldi fólks lagði leið sína í bangsaverksmiðjuna og myndaðist löng röð fyrir opnunina.

Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum
Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra.

Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða
Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir.

Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig.

Ráðin fræðslustjóri Samkaupa
Samkaup hefur ráðið Drífu Lind Harðardóttur í stöðu fræðslustjóra í mannauðsteymi fyrirtækisins á verslana- og mannauðssviði.