
Jarðhræringar á Reykjanesi

Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm
Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga.

Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu
Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum.

Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum
Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir.

Skjálftahrina norðaustur af Reykjanestá
Um þrjátíu jarðskjálfta skjálftahrina varð í morgun norðaustur af Reykjanestá.

Afla meiri raforku úr Svartsengi þrátt fyrir óróann undir Þorbirni
Ráðamenn HS Orku stefna að því að auka raforkuframleiðslu í Svartsengi um þrjátíu til fjörutíu megavött á næstu þremur árum, aðallega með endurnýjun vélbúnaðar. Þeir óttast ekki fjárfestingar svo nálægt óróafjallinu Þorbirni.

Skjálfti 3,2 á Reykjaneshrygg
Jarðskjálfti 3,2 varð 5,6 kílómetra suðvestur af Geirfugladrang á Reykjaneshrygg klukkan 8:39 í morgun.

Tæplega fjögurra stiga skjálfti við Grindavík
Alls hafa mælst 36 skjálftar hér á landi síðan klukkan eitt í nótt, langflestir þeirra við Grindavík. Sá stærsti mældist 3,9 stig.

Óvissustigi aflýst á Reykjanesskaga
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefu raflýst óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga.

Þriggja stiga skjálfti skammt frá Fagradalsfjalli
Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en virkni síðustu daga hefur verið sveiflukennd.

Ekkert landris mælist lengur en óvissustig í gildi
Verulega hefur dregið úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og ekkert landris mælst á GPS mælum síðustu þrjá til fjóra daga, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Eins hefur dregið verulega úr skjálftavirkni á svæðinu en óvissustig almannavarna er enn í gildi.

Stöðug skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Skjálftavirkni hefur verið stöðug á Reykjanesskaga seinustu daga en um 200 skjálftar hafa mælst frá því á miðnætti.

Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir
Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn.

Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni
Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum.

Bíða nýrra gervitunglamynda
Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni.

Skjálfti 3,5 norðaustur af Grindavík í morgun
Skjálfti 3,5 að stærð varð norðaustur af Grindavík klukkan 7:15 í morgun.

Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi
Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum.

Stórir jarðskjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu.

Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti
„Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“

Enn skelfur jörð á Reykjanesi
Jarðskjálfti varð 6,8 kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá klukkan 18:33 í kvöld. Skjálftinn varð á 6,6 kílómetra dýpi og mældist 3,8 að stærð.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi
Jarðskjálftavirkni heldur áfram við Svartsengi. Í gær mældust um 370 skjálftar á svæðinu, sá stærsti klukkan rúmlega hálftólf í gærdag. Sá mældist 3,1 stig.

Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi
Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld.

Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði
Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi.

Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt
Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna.

Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna á Reykjanesi
Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesskaga. Nokkurrar skjálftavirkni hefur gætt þar að undanförnu, en í dag mældist til að mynda einn skjálfti af stærðinni 4,3.

Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesi: Skjálfti upp á 4,3 við Grindavík
Jarðskjálfti varð fyrir stundu á Reykjanesi en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er enn verið að meta stærð skjálftans. Nýjustu mælingar benda til þess að hann hafa verið 4,2 að stærð.

Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi
Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag.

Þenslu orðið vart við Grindavík
Töluverð skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins síðustu daga og mælingar Háskóla Íslands benda til þess að land hafi risið við Grindavík frá mánaðarmótum.

Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991
Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991.

Jarðskjálfti 4,8 að stærð á suðvesturhorninu
Stór jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu rétt í þessu. Fyrstu viðbrögð Veðurstofunnar eru að hann hafi verið „nokkuð stór“ og fundist víða.

Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu
Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála.